Tuesday, May 20, 2008

Áfram Ísland

Mikið er ég stolt að vera Evrópubúi í dag. Lágmenningin er svo mikil og góð að mann svíður í sál og hjarta, eyru og augu. Ég er viss um að af keppendum var líka stæk fíla af mjög ódýru súru ilmvatni og sætu hárspreyi í bland við svitafíluna. Frábært alveg frábært. Hlakka til að sjá framlag Íslands á fimmtudaginn. Held samt með Frakklandi.
Ég keypti mér flug heim til Íslands sunnudaginn 29.júní. Ég hlakka mikið til að koma heim en er líka pínu kvíðin. Svolítið skerí tilhugsun að koma skítblönk heim í kreppuna, taka strætó klukkan sjö í rigningunni í vinnuna, borga sjöhundruðkall fyrir bjór og fjögurhundruð fyrir kaffibolla. En það þýðir víst ekki að vera með neinn bölmóð. Maður hellir bara upp á kaffi frá europrice og laumar með sér eins og einni stórri flösku af absinthe frá meginlandinu. Eins og lóan segir þá þarf ég víst að vaka og vinna, ég hef sofið of mikið og vinn ekki nóg, einhver annar sagði að enginn væri verri þótt hann vökni. Þetta verður örugglega helvíti fínt bara. Maður reynir kannski að staulast upp eitthvert fallegt fjall, fer í sund, fær sér snúning á gömlum traktor í heyskap, heilsar upp á liðið og svona. Almenn gleði bara.

3 comments:

Anonymous said...

og óli varð evrópumeistari í handbolta um daginn með spænska liðinu sínu!

Hölt og hálfblind said...

sko hann óla minn

Anonymous said...

Hlakka til að sjá þig í sumar!
xx Ágústa