Tuesday, May 13, 2008
Appelsínuhæna
Djöfull fer í taugarnar á mér þegar konur fara að tuða um hvað þær séu með mikla appelsínuhúð. Hvaða kjaftæði er það. Hverjum er ekki andskotans sama þó að kona sé ekki með fullkomna húð á rassinum. Svo ota þær rassgatinu á sér í spegilinn og kreista húðina hér og þar og segja "sko sjáðu þetta, þetta er sko appelsínuhúð, þetta er ógeðslegt, ég verð að auka vatnsþambið úr 4 lítrum á dag í 6". Fáránlegt. Og oftast eru þetta týpurnar sem eru svo mjóar að þær geta ekki tuðað yfir því hvað þær séu feitar. Þær verða bara að hafa eitthvað til að komplexera yfir. Annað sem fer í taugarnar á mér eru blogg Íslendinga sem búa í útlöndum og blogga stanslaust um hvað allt sé frábært hjá þeim. Alltaf svo ógeðslega mikið að gera í félagslífinu hjá þeim, frábærlega flippuð partý með æðislega hressu liði og svo farið í garðinn daginn eftir með öllum geggjað skemmtilegu útlensku vinunum og grillað og drukkinn bjór í sólinni og svo er vinnan eða skólinn alveg meiriháttar, brjálað að gera alveg en það er sko tótallí vörð itt því allt er svo meiriháttar. Það er spáð rigningu um helgina og ég þarf sko aldeilis að fara að spíta í lófana út af kæruleysiskasti undanfarinna vikna í skólanum. Útlensku vinir mínir eru voða skemmtilegir en misjafnir mjög og ég læt þá alla meira og minna fara að einhverju leiti í taugarnar á mér. Flest kvöld hangi ég bara ein heima og geri ekki neitt. Ég er samt alveg afskaplega sátt við lífið og tilveruna.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Heyr Heyr!
Hahahaha!!! Alveg sammala ther - en oftast bloggar madur bara ef thad er eitthvad skemmto ad gera... eg skal fara ad blogga um eitthvad leidinlegt - eins og djofulsins traffikina og svitafiluna i tubinu...
A lika ad rigna her um helgina...
Linda
Nei Linda mín haltu áfram að vera svona hress og dugleg og skemmtileg, ég er bara að reyna að sporna við því að ég verði svona hress sjálf!
Post a Comment