Thursday, February 28, 2008

Ég er enn hér en nenni bara ekki að skrifa neitt krassandi

Ég þakka kærlega fyrir bendingar á ástarsögur. Komið endilega með fleiri.
Ég veit ekki hvað varð um bloggandann. Ég ætti auðvitað að vera dugleg að deila gleði minni og sorgum með fjöldkyldu, vinum og vandamönnum. Ekki síst þar sem maður er svo mikið erlendis. Ég ætti að sjálfsögðu að skrifa hér langar og ljóðrænar færslur um langar kvöldgöngur mínar eftir ævintýralegum síkjum Amsterdam, öllum alþjóðlegu matarboðunum þar sem heimsmálin eru krufin, tónleikunum sem lyfta sál minni á hæstu hæðir og gleði við að fá email og símtöl frá exótískum kavalérum og vonbrigðunum þegar þeir hafa svo ekkert samband aftur eða vilja bara vera vinir mínir. En þetta gerist bara stundum. Nenni ekki að skrifa. Langar bara að lesa skáldsögur og horfa á góðar bíómyndir. Nenni heldur ekki að prjóna.
Later

Tuesday, February 26, 2008

Jens Lekman mússí mússí mússí



OK ég veit að ég segi þetta eftir um það bil alla tónleika sem ég fer á en já jú ég er ástfangin af Jens Lekman. Eða meira kannski bara mig langar að taka hann og knúsa og passa upp á að hann haldi áfram að búa til tónlist og syngja svona fallega. Og svo var svo gott partý á eftir. Jú það er gaman í Amsterdam.

Sunday, February 24, 2008

Mig langar svo að lesa sjúklega góða ástarsögu. Með hverju mæla lesendur mínir?

The Raveonettes - Aly, Walk With Me

fínt

Wednesday, February 20, 2008

The matrix

Nei ég hef ekki verið dugleg að blogga. Hékk svo lítið heima í tölvunni meðan Barynja var í bænum. Við gengum borgina þvera og endilanga eða kannski frekar borgina hringlaga. Við ræddum mikið um meiköpp, föt og sæta leikara. Drukkum bjór og borðuðum rjómakökur.
Ég fjárfesti í salernispappír með lotion. Hann reynist ágætlega.
Í fyrrinótt fékk ég bókstaflega martröð um barneignir. Ungabarn breyttist í skrímsli þegar ég ætlaði að taka það upp. Í nótt dreymdi mig hinsvegar að ég væri með barn í maganum. Það var bara þessi fína líka tilfinning þó að ég væri alls ekki viss um hver faðirinn væri.
Í dag gerði ég tölfræðiverkefni þar sem ég var mikið að pæla í allskonar svona matrixes. Vantar reyndar aðeins aftan á þessa en þetta er nú bara birt hér svona í gamni.

Σ = ΛΨΛ’ + Θ =
λ12 σ2η1 + σ2ε1
λ1 λ2 σ2η1 λ22 σ2η1 + σ2ε2
λ1 λ3 σ2η1 λ2 λ3 σ2η1 λ32 σ2η1 + σ2ε3
λ1 λ4 σ2η1 λ2 λ4 σ2η1 λ3 λ4 σ2η1 λ42 σ2η1 + σ2ε4
λ1 λ5 ση1η2 λ2 λ5 ση1η2 λ3 λ5 ση1η2 λ4 λ5 ση1η2
λ1 λ6 ση1η2 λ2 λ6 ση1η2 λ3 λ6 ση1η2 λ4 λ6 ση1η2

Fun fun fun.

Sunday, February 17, 2008

Monday, February 11, 2008

Lífið bræður og systur lífið

Jaaháh ég átti sko góða helgi hér í vorstemmningunni í Amsterdam. Sólin skein skært og allir hressir. Fólk úti að drekka kaffið sitt, en í úlpunum sínum þó. Ég fór í afmælisboð hjá serbneskri vinkonu minni. Þar var nördalegur serbneskur stjörnueðlisfræðingur sem bað um emailið mitt. Ég veitti honum það með glöðu geði. Hann er grænmetisæta og var í Stranglers bol. Hann ferðast heimshorna á milli til að fylgjast með sólmyrkvum. Þarna var líka annar enn nördalegri Serbi sem dáðist mikið að mér. Kallaði mig valkyrju og faðmaði mig og kyssti. Hann er tölvunörd, með gleraugu og mikið krullað hár. Hann er giftur.
Brynja kemur á morgun.
Við unnum einu sinni saman í bakaríi. Það var mjög gaman. Við vorum tvítugar og metnaður okkar lá í því að fara sem oftast á barinn. Fórum stundum eftir vaktina á Grand rokk með ostaslaufur í poka. Í vinnunni afgreiddum við allar kellingarnar með hálfum hug og biðum spenntar eftir sætu strákunum sem voru fastagestir í bakaríinu. Afgreiddum þá svo stjarfar og flissuðum mikið á eftir. Sæti gaurinn með hvolpaaugun, Frank Hall og fleiri fjallmyndarlegir. Bagettumaðurinn var líka fastagestur. Það er maður sem vinnur í Þjóðarbókhlöðunni og kom annanhvorn dag við í bakaríinu með gamlar bækur undir handleggnum og pípuna í munnvikinu, angandi af rauðvíni og keypti hálfa bagettu.Við hættum báðar eftir stutta viðveru í bakaríinu. Við máttum ekki hlusta á tónlist og svo fengum við bara leið á að hafa bara metnað fyrir flissi og barferðum. Ég fór að vinna í nærfataverslun eftir að ég hætti í bakaríinu. Lagði þá metnað minn í að vera alltaf í samstæðum og kynþokkafullum nærfötum. Ég vann þar í 5 mánuði.
Já það er gaman að vera ungur og leika sér.

Friday, February 08, 2008

Throw some hroses around this weekend, yaa!

Góða hressa helgi allirsaman. Partý á morgun. Nýtt kínverskt ár að skella á og svona. Sól og fínt veður. Spurning um að fara bara að draga sólgleraugun fram.
Ég ætlaði að birta hér myndband við hið stórgóða lag Shot through the heart sem ég hef haft á heilanum 15 ár. En tókst ekki að pósta það. Set þess í stað þetta líka fína Gus Gus myndband sem hún Linda mín bjó til. Reykjavíkur stemmning svona. Spurning hvort maður fari nokkurn tíman aftur á Sirkus. Ha!
Luv ya'll

Thursday, February 07, 2008

Nei djók

Ég væri sko alveg til í að giftast einhverjum öðrum en Johnny Depp eða Stebe Buscemi. Mig langar bara mest að giftast þeim. Helst báðum, í einu.
Ég nota ekki skó númer 36 og ég er ekki að verða fertug.
Ég er ekkert sérstaklega hress heldur. En ég reyni. Mikilvægt að vera hress.

Tuesday, February 05, 2008

Hressandi myndband af því við erum öll svo hress

Æh þau eru svo miklir snillingar sænsku systkinin í The Knife.

Í giftingarhugleiðingum

Ég var að pæla, getur verið að Johnny Depp sé eini maðurinn í heiminum sem ég væri til í að ganga í hjónaband með? Hann er súperstjarna og giftur faðir. Steve Bucemi. Hann er svo gamall og ljótur að það getur ekki annað verið en að hann vilji giftast rétt tæplega fertugri fegurðardrottningunni mér. En nei nei hann er giftur líka kallinn. Djöh!

Óh Johnny


Hann er svo svalur og kynþokkafullur


Ég var að pæla hvort einhver væri til í að gefa mér þessa skó í fertugsafmælisgjöf. Þeir fást í KRON og kosta 20 þúsundkalla. Ég nota skó númer 36.

Monday, February 04, 2008

Hressleikinn allsráðandi

Ég verð að viðurkenna að ég er guðs lifandi fegin að janúar er búinn. Þetta var erfiður mánuður. En það eru betri tímar framundan. Ég á leiðinni á slatta af tónleikum, farin að prjóna að nýju, lesa mér til yndis og glápa á dvd (nú stendur yfir Woody Allen maraþon, klassík). Fer út að labba og hlaupa, drekk bjór, hvítvín, kaffi, sódavatn og einstaka sinnum grænt te. Brynja kemur í næstu viku. Ný önn byrjaði í dag. Ég er að fara að vinna í rannsókninni minni. Mig langar í nýja skó en hef satt best að segja ekki efni á fínu pari. Sleppi því frekar en að kaupa eitthvað drasl. Er að pæla í að fara í jóga, en það kostar líka peninga, og hollensku námskeið. Datt í ða á föstudaginn. Dansaði fram á morgun. Það var hressandi. Ég held svei mér þá að vorið sé ekki langt undan. Myndbandið er með Feist. Hún er hress. Ætla að sjá hana syngja og spila í vor.