Thursday, January 24, 2008

Stay cool

Ég nenni bara ekkert að blogga. Sit 10 tíma á dag við tölvuna í skólanum og forrita. Eydi kvöldunum í skokk, matseld og sjónvarpsgláp.
Hef fengið margar bónir um að redda hrútspungum, hvalspiki, hákarli og brennivíni fyrir næsta partý. Næ vonandi allavegana að redda hrútspungum, haaaa!
Ég er ennþá sorgmædd út af Heath. Ennis Del Mar var einn af mínum uppáhalds kúrekum. Hann hefði átt að fá óskarinn.
Stay cool.

3 comments:

Anonymous said...

Blessuð sé minning hans. Hlakka til að sjá hann í Batman. Las það einversstaðar að hann hafi ofkeyrt sig á vinnu. Hefði þurft góðan sálfræðing ha.
Áshildur

Anonymous said...

Já gæskan fá og stutt blogg frá þér núna. Hér geysa gríðarlega almennileg vetrarveður, alveg þannig að maður nýtur þess að nenna ekki út. Fyrir utan rólegt þorrablót á föstudaginn sat ég bara undir teppi í sveitinni með kertaljós og prjónaði og horfði á handbolta alla helgina. Mjög gott en ekki gaman keyra í þessum skramba. Jebbs, Sigrún

Anonymous said...

Sæl gæska. Bóndadagurinn á föstudag minnti mig á sama dag fyrir 5 árum þegar ég fór með þér á þorrablót í sveitinni og skildi bóndann eftir heima. Það var nú stuð. Þá var einmitt líka handboltamót í sjónvarpinu og Ísland að spila gegn Quatar. Sei, sei já. Og við svona helvíti hressar á Þorrablótinu, einkum ég eftir fegurðarblundinn. Sem sagt Bóndadagurinn minnir mig alltaf á sveitina þína.