Heiladauðinn er ekki algjör. Ég hugsa stundum um að blogga en bara nenni því ekki. Ég hef miklar skoðanir á kosningunum og stjórnarmyndun en nenni ekki að deila þeim með blogglesendum. Ég er búin með fimm fyrstu seríurnar af Friends en hugsaði um það í dag að kaupa mér bók eða fara á bókasafnið, nennti því samt ekki. Að hugsa það er samt fyrtsa skrefið. Var rifin upp frá vinaglápi á tónleika með Oumou Sangaré í gærkveldi og er að fara á San Fransisco ballettinn á morgun, ég er enginn filistíni þrátt fyrir letina.
Æh ætla að taka einn þátt fyrir háttin.
1 comment:
Auðvitað ert þú enginn filistíni elskan.
Post a Comment