Ég fór á San Fransisco ballettinn á laugardaginn, er byrjuð að lesa The Brooklyn Follies eftir Paul Auster, var að ræða listina við Hrólf á barnum áðan, er að fara í sveitina í sauðburð og horfði á myndina The Painted Veil í kvikmyndahúsi fyrr í kveld. Ballettinn var stórfenglegur (og flottir rassar mar!), bókin lofar góðu og sauðburður er ávallt gefandi.
Ég mæli eindregið með The Painted Veil. Mikið og gott mannlegt drama þar á ferð. Vel leikin (og Ed Norton alltaf flottur) og gerist í Guangxi héraði í Kína. Þar er landslagið engu líkt. Við Brynja dvöldum einmitt nokkra daga í þorpinu Yangshuo á bökkum árinnar Li þarna um árið. Drukkum bjór með hinum túristunum, hjóluðum um, gengum á fjöll/fjall og nutum. Úff hvað það voru góðir tímar. En nú eru líka góðir tímar og ég er ekki frá því að enn betri séu í vændum.
Lífið, það er gott og listin, hún veitir innblástur.
Jesússh minn hvað var gaman í Kína.