Sunday, March 18, 2007

Lifið er gott


Snillingur


Í nótt dreymdi mig að ég væri á tónleikum með Will Oldham í fjárhúshlöðunni heima að drekka kampavín. Mikið var ég svekkt að vakna. En í dag klæddi ég mig upp í nýja skó og fór í þrítugsafmælislunch hjá Jakobínu. Og sit núna heima og drekk kampavín, fagna því að vera komin í tveggja vikna frí. Í gær fór ég með sambýliskonunni og við keyptum okkur báðar nýja skó. Á morgun flýg ég til Manchester. Ekki á morgun heldur hinn eru Dolly Parton tónleikarnir. Eftir viku fer ég til Kraká. Eftir tvær vikur held ég upp á að hafa lifað í 30 ár (og að hafa haldið meydómnum öll þessi ár!) Svei mér þá ég held að lífið geti ekki orðið öllu betra.
Þess hefur gætt að fólk hafi áhyggjur af þemanu í afmælinu. Ég vil taka það fram að fólk þarf alls ekki að mæta í búning. Það væri vissulega gaman að fá eins og einn Elvis og einn Tom Jones. En ég legg áherslu á að Las Vegas fylgir fyrst og fremst mikið af glingri, glimmeri, pallíettum, fjöðrum, glamúr og almennri ýktri amerískrialþjóðamenningu. Nú og svo er bara að mæta með nóg af fimmþúsundköllum í nógu djöfulli miklu stuði. Ég hef haft smá áhyggjur af því að sökum brjálæðislega hás meðalaldurs í afmælinu (30 ár) verði alls ekki nógu mikið stuð. En ég treysti á að mínir kæru vinir og fjölskylda gefi skít í þreytu og þunglyndi þetta tiltekna kvöld og sletti ærlega úr klaufunum. Það er svo gaman. Jih hvað ég hlakka til.

Nýju skórnir hennar Joe9


Nýjustu skórnir mínir. Þegar Brynja sá þá sagði hún "vaaaá hvað þeir eru perralegir, ógeðslega flottir" Þeir minna vissulega á Serge Gainsbourg.


Næstnýjustu skórnir. Fallegt?


Ég hélt lítið matarboð um daginn og þá færði ein af mínum ljúfustu vinkonum mínum mér þessa fallegu túlípana.


Tom Jones

3 comments:

Anonymous said...

er ekki aðalmálið að mæta bara í nógu djöfulliflottum skóm??

Anonymous said...

skemmtu þér vel í úglandinu!!

Anonymous said...

Hvað fór hann ekki á Eldborg forðum? (Meydómurinn)