Thursday, April 06, 2006

Þakkir

Ég þakka innilega kærar kveðjur og hlýhug sem mér var sýndur á afmælisdaginn. Ég lýsi þó yfir vonbrigðum með að hafa ekki fengið neinar afmælisgjafir af óskalistanum og engin blóm eða kransa. Ekkert hefur heldur bæst inn á bankareikninginn minn. Skil eiginlega ekki alveg hvernig stendur á þessu. Held að ástæðan hljóti að vera að fólk sé að leggja fyrir til að geta gefið mér stórkostlega þrítugsafmælisgjöf!!! hef heyrt það útundan mér að nýr jeppi sé málið.
Annars hafði ég það stórgott á afmælinu og fagnaði því í marga daga með góðum mat og víni, dekri, fögrum listum og góðum félagsskap. Vantaði bara stripparann.
Takk, takk, takk mínir kæru vinir og fjölskylda, Lov-ya-all!

2 comments:

Anonymous said...

ég er búin ad kaupa blómakrans, kem med hann til thín eftir rúman mánud

Anonymous said...

Já þú segir nokkuð, kannski við gefum þér bara jeppann, hann er að vísu ekki glænýr en þú gætir kannski sætt þig við hann samt? Hvernig standa annars kattamálin?