Tuesday, March 07, 2006

Skoh ég vissi að það borgar sig ekki að vera einlægi persónulegi bloggarinn. Það er bara gert grín að mér. Fólk höndlar ekki ljóðaskrifandi, sjálfsskoðandi La bombe sexuelle. Ég er að hugsa um að eyða þessum færslum mínum bara út.
Eða bara að halda þessu áfram. Hér kemur eitt.

Lífið hefur mörg andlit
Ljósið er bjart
Börnin leika sér
Aldraðir hvíla lúin bein
Ég horfi út um gluggann
á nágrannann síreykjandi
og dópsalann með fatlann

Skoh þetta bara kemur sjálfkrafa þegar ég legg fingurna á lyklaborðið. Natural born talent.

Er búin að ráða mig í vinnu sem ráðgjafi á meðferðarheimili fyrir unglinga. Spennt yfir því.

6 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með nýju vinnuna;)

Anonymous said...

Til hamingju!

Anonymous said...

Hei til hamingju með nýju vinnuna þín sæta!! Hlakka til að heyra hvernig hún er! Knús!

Anonymous said...

til hamingju med ljodaskrifin líka

Anonymous said...

Leyndir hæfileikar þarna á ferðinni.

Anonymous said...

til hamingju Island tvi tu faeddist her... ekkert annad land a Gunnhildi