Ég var að hugsa um að hætta að vera rauðhærð og lita hárið á mér dökkbrúnt. En neeei ég tími ekki að hætta að vera rauðhærð alveg strax. Keypti mér því rauðan hárlit í apótekinu eftir að hafa staðið og starað ýmist út í loftið eða á sjálfa mig í speglinum í u.þ.b. 25 mínútur. Var sem sagt mjög skrítin kona í apótekinu.
Ég ákvað þess í stað að lita bloggið mitt brúnt. How do you like my new look?
Ég er ánægð með það. Það er líka meira í stíl við einlægnina mína. The new me!
Aumingja aumingjans Sayid!
9 comments:
Vissulega djorf umskipti. mér finnst thad fínt. svo persónulegt...
ansi huggó
jú þetta er að gera sig, rómantískara finnst mér og já í takt við persónulega bloggarann.
Miklu flottara - passara fullkomlega við nýju þig.
Verð nú að segja að mér finnst nýja útlitið ekki alveg vera þú, nema þetta þá sé eitthvað í takt við hina nýju þig! Mér finnst þetta útlit vera meira fyrir einlæga bloggið en ekki trans dans blogg. Sjáðu t.d. leturgerðina í Recent posts og Archives? Svolítið svona elegant. Mikið verður gaman að fylgjast með þróuninni næstu daga:)
Athygglisvert, bara fínt en sakna mynda af þér
þetta er bara mjög menningarlegt.
Æ held að hann Sayid hafi átt eitthvað betra skilið, hún var hálf leiðinleg þessi dama, vælukjói
Reyndar finnst mér að þú mættir velja aðeins glaðlegri lit. Td. rauðan, passar betur við þig. Knús
Mér finnst þetta kúl. En hvar eru allar myndirnar? Nauðsynlegt að hafa þær með.
Post a Comment