Thursday, March 23, 2006
Bless, bless þroskahefta sörvetrina
Jibbí jóh, jibbí jeih! hef nú lokið sörvetrínu ferli mínum fyrir fullt og allt. Jessúss minn hvað það er mikill léttir. Þjáist nú af beinkröm, vöðvabólgu, liðagigt og bakverk, er komin með æðahnúta, herðakistil, grátt hár og heilaæxli af álagi. Það er auðvitað ekki mönnum bjóðandi að vinna hverja 14 tíma vaktina af fætur annarri á harðahlaupum að sleikja upp nýríka fólk. Held ég sé eitthvað þroskaheft (það hefur svo sem löngum verið vitað) að láta hafa mig í þetta í heila sex mánuði. Þetta er svo sem búið að vera stuð og læti, en hversu dýru verði er maður tilbúinn að kaupa stuðið í lífinu, ég bara spyr. Og svo kunna vinnuveitendurnir ekki einu sinni gott að meta og þakka ekki svo mikið sem fyrir vel unnin störf heldur skammar mig fyrir að taka 1000 kall af 8000 kr þjórfé sem átti að fara í starfsmannabauk. Þetta fólk ætti að skammast sín, segi ekki annað.
Vona að herðakistillinn verði kominn niðurfyrir hnakka fyrir sumarið, beinkrömin lagist á næstu tíu árum og að heilaæxlið sé ekki illkynja.
Ég hef ákveðið að láta mig hverfa af leiksviðinu yfir helgina. Verð að öllum líkindum net og símasambandslaus upp í sveit að borða hundasúrur, hrútspunga, súrdeigsbrauð, ábrystir og mysu.
Lifið heil og gangið hægt um gleðinnar dyr (passið ykkur að detta ekki á kíki!)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
Malshattur ur paskaeggi
Betri er kaerleikur i hjarta en kikir i auga
Til hamingju ástin mín með að hafa klárað sörvetrínu ferlinn og það á lífi!Vona að meiðslin og allt grói fljótt! Vonandi verður helgin þín ekkert alltof SÚR!! Knús!
mikid ertu med flottan trefil
Hae thad er svo langt sidan ad eg kvittadi fyrir mig ad eg akvad ad drifa i thvi! Finnst thad massa jakvaett ad thu sert ad ljuka oneitanlega glaesilegum ferli sem sorvetrina!
kjass! Hrafn.
Besti málsháttur sem ég hef á ævi minni heyrt, og á svo vel við.
Trefillinn er að sjálfsögðu heimaprjónaður :)
gunnhildur thu ert svo saet! mer finnst thu aettir ad setja inn fleiri myndir a bloggid thitt!
Og einn í viðbót.Sjaldan fellur róninn langt frá flöskunni.
Post a Comment