Thursday, March 16, 2006

Astarpungar

Hvernig í ósköpunum getur það komið fyrir unga og sérlega siðprúða stúlku að þrír fyrrum elskhugar labbi inn á vinnustaðinn hennar sama daginn? Ekki bara einn eða tveir heldur þrír, þrír! Kræst þetta kom fyrir mig um daginn. Og ég sem er næstum því ennþá hrein mey.
Það var nú svona mis vandræðalegt að hitta þá alla blessaða mennina. Einn þeirra er mér nú alveg sérlega minnisstæður þar sem hann er með það allra minnsta tippi sem ég hef á ævi minni séð. Hann á það eiginlega ekki skilið að það sé einu sinni skrifað með i það er svo lítið. Frekar bara t.ppi. Aumingjans blessaður maðurinn. Verð alltaf mjög vandræðaleg þegar ég hitti hann.
Annan þeirra dissaði ég frekar mikið þegar hann reyndi að hafa samband við mig eftir okkar fyrstu kynni. Alveg búin að ákveða að hann væri ekki mín típa þó að hann væri nú alveg með typpi. Hann daðraði núna alveg heilan helling við mig. Þurfti svo voða mikið að faðma mig þegar hann yfirgaf staðinn. Hann mætti svo aftur á staðinn alveg á eyrnasneplunum í úthverfum Hugo Boss frakkanum sínum að leita að Gunnhildi. Ég var þá farin heim að sofa. Einhvernveginn held ég að hann hafi ekki ætlað að biðja mig um að giftast sér.
Þvílík sjarmatröll og ástarpungar sem ég lendi í, ég segi ekki annað.
Dagurinn endaði svo á því að lögreglan og slökkviliðið mætti til dópsalans á móti því það virtist vera kviknað í hjá honum. Sá ekki Benicio Del Toro á staðnum. Enda er hann í fíkniefnalögreglunni.

Ég vona að mamma lesi aldrei þessi hjásvæfu og tippa skrif mín. Og ekki heldur minn verðandi eigin maður. Ég sem er í einlægri leit að ástinni ætti auðvitað ekkert að vera að blaðra þetta. En þar sem ég er svona einlæg þessa dagana verð ég auðvitað að viðurkenna að ég er ekki hrein mey og segja satt og rétt frá. Þetta eru auðvitað þeir einu sem ég hef sængað hjá. Ég var með slökkt ljósin allan tímann og undir sænginni. Fór aldrei úr brjóstahaldaranum og hárgreiðslan og meiköppið var óaðfinnanlegt allan tímann.

2 comments:

Anonymous said...

J� veistu Gunnhildur, �g er nefninlega alveg viss um a� hann hafi �tla� a� giftast ��r! Vi� erum a� tala um a� ma�ur kom �risvar sinnum, �g hringdi tvisvar � leigub�l fyrir hann og h�lt a� hann hef�i fari� en alltaf kom hann aftur, vi� Helga vorum a� sp� � a� senda leigub�lstj�rann me� hann heim til ��n:)

Anonymous said...

elsku gullmolinn minn