Jæja nóg komið af íþróttarugli í bili. Verð samt aðeins að segja. Oooh vildi að ég hefði verið þarna til að hugga og kæta hann Óla minn. Litla krúttið, hann var alveg miður sín, og ég líka.
Kominn tími á smá pólitík hérna hjá mér. Borgarstjórnarkosningarnar í nánd og maður er svona að velta þessu öllu fyrir sér. Prófkjör Samfylkingarinnar er mér nokkuð hugleikið. Ég er nú yfirlýstur stuðningsmaður þannig að það er aldrei að vita nema maður mæti bara og hafi áhrif á það hverjir verða á listanum. Þetta eru nú líka meira og minna allt vinir mínir þarna á listanum. Jaaa eða meira kannski svona kunningjar. Dagur, Oddný og Kjartan falla öll inn í þá skilgreiningu mína. Ferðaðist með Degi um hálfa Evrópu á unglingsárunum, skálað nokkrum sinnum við hann, Oddný var á sama tíma og ég í MH og er vinkona vinkonu, verið með henni í nokkrum partýum, Kjartan er fyrrum mágur systur minnar, líka verið með honum í partýum. Það vantar samt að ég eigi svona alvöru vini í pólitíkinni. Held ég verði bara að drífa mig í þetta sjálf. Er líka alveg búin að sjá það út að það vantar mannskju til valda í Samfylkingunni sem er ekki með fjölskylduna á heilanum. Maður heyrir ekki annað hjá þessu liði en: fjölskyldan í fyrirrúmi, börnin, leikskólinn, dagmæður, bla bla bla ble ble. Alltaf verið að tala um blessað fjölskyldufólkið. Það þarf að geta keypt sér íbúðir og keypt sér bíla og sent börnin í leikskóla svo það geti unnið í fínu vinnunum sínum svo það geti keypt sér hús og bíl. Það er helst að samgöngu og skipulagsmál nái að slæðast þarna með. Já og það er af því að fjölskyldufólkið þarf að komast á bílunum sínum með börnin í skólann og til læknis á réttum stað og fara svo á bílnum í vinnuna. Hvað með mig? og alla hina einstæðingana? það er ýmislegt sem skiptir mig miklu máli sem einstæð og barnlaus kona. Og aldrei hef ég heyrt einn einasta pólitíkus minnast á að það þurfi nú að búa í haginn fyrir allt unga ógifta barnlausa fókið sem hrannast upp í samfélaginu. Mín baráttumál yrðu: 1) Bættar almenningssamgöngur í borginni, stætó er minn ferðamáti ef ég þarf að fara út fyrir 101. Einnig meiri virðing fyrir gangandi og hjólandi vegfarendum 2) Ódýrara leiguhúsnæði fyrir einstaklinga. Hver hefur efni á að borga 90 þúsund fyrir 2 herbergja íbúð, í Breiðholtinu!? Ég er ekki að ljúga verðin eru svona, meðalverð fyrir 2 herbergja íbúð er 60-95 þúsund í dag! Ef ég hefði ekki hana Jónínu mína byggi ég í kompu. 3) Ódýrari smokka. Ég vil ekki þurfa að drusla barni í stætó í þessa rándýru leikskóla sem enginn vill vinna á. Og ekki heldur verða sjúklingur á þessu blessaða háskólasjúkrahúsi sem verður þó trúlega sæmilega staðsett í borginni. Smokkar eru sjúklega dýrir í dag. 4) Sálfræðimeðferð verði borguð af tryggingastofnun eins og nánast öll önnur meðferð. Sjúkraþjálfun er borguð en ekki sálfræðimeðferð, það er auðvitað bara djók. Þetta er baráttumál hjá mér, ekki af því að ég þurfi mikið að fara til sálfræðings heldur vegna þess að ég hef það í hyggju að veita slíka meðferð sjálf, þegar ég verð útlærður sálfræðingur. Sem kemur að næsta baráttumáli mínu sem er 5) Bætt kjör stúdenta. Lín er auðvitað bara djók og svona almennt séð er skömm að því hvað Ísland gerir lítið fyrir stúdenta. Lánin eru svívirðilega lág og enginn stúdentaafsláttur er, hvergi. Helst að blessað fjölskyldufólkið geti verið í námi af þvi að það fær hærri námslán og einhverjar bætur og svona.
Já já já ég er mikill pólitíkus. Væri líka til í að berjast fyrir því að bjór og léttvín yrði selt í matvörubúðum, verðlagning á skóm verði endurskoðuð og tryggingakerfi tekið upp (maður þarf að eiga marga og mjög góða skó ef maður er ekki á bíl, það segir sig sjálft), verð á víni á vínveitingastöðum verði lækkað til mikilla muna og matur á veitingastöðum einnig (við einstæðingarnir þurfum að fara mikið út og drekka mikið úti og borða mikið úti svo að líkurnar aukist á því að við verðum einhverntíman blessað fjölskyldufólkið. Ef það væri ódýrara kæmu líka fleiri túristar og þá aukast líkurnar enn meira ;)
En jú annars er ég nokkuð sátt við Samfylkinguna bara. Vantar bara mig á listann. Slagorðið mitt væri: Gunnhildur gerir! eða Gunnhildur gets it done! eða X Gunnhildur, fyrir sérvitra einstæðinga.
Jæja góða nótt gott fólk.
8 comments:
Skelltu þér í pólitíkina !! Mér líst vel á stefnumálin hjá þér ;) Go Gunnhildur !
Þú færð sko mitt atkvæði, ekki spurning. Loksins, loksins!
frábært frábært
Styð þig heils hugar, þú færð sko mitt atkvæði!!! Ég tek að mér að plastera veggi Reykjavíkur með framboðsmyndum af þér!!!
heyr heyr... sko 800 kell fyrir rauðvíns glas á kaffihúsi er bara morð.. þessu verður að breyta
Kýs þig, ekki spurning.
LOKSINS! LOKSINS!
Gunnsa númer 1...Gunnsa númer 2...Gunnsa númer 3..4..5..6..7.
X Gunnhildur
Post a Comment