Monday, February 06, 2006

Dagur

Jæja ég hefði allavegana fengið 8 atkvæði ef ég hefði boðið mig fram í prófkjörinu. En ég er víst of sein. Held að 4 dagar dugi ekki til. Djöh! Takk fyrir stuðninginn samt.
Sat á kaffihúsi í dag og sötraði rauðvín (800 kall takk fyrir). Voða húggulegt hjá minnni. Kom þá belgískur skartgripahönnuður að tali við mig. Bauð mér upp á meira rauðvín og spjall. Byrjaði voða sakleysislega en var svo komin út í afar persónulega hluti. Líkt og það hvað ég hyggðist eignast mörg börn, hvort ég væri einhleyp og hvernig mér líkaði við íslenska karlmenn. Sagði mér líka að hann ætti tvö börn með fyrrverandi konu og að hann ætti hús með garði og sundlaug í Belgíu. Very succesful. Krúttlegur gaur svona. En ekki nógu fjallmyndarlegur og töff fyrir La bombe sexuelle. Hvað er það samt. Af hverju er það ekki nóg fyrir mann að vera krúttlegur, almennilegur og moldríkur. Sagðist bara vera á leiðinni í bíó og sendi hann á Apótekið að borða saltfisk. Fór svo þangað og borðaði nautasteik með Joe9 þegar ég var viss um að hann væri farinn þaðan. Ég á eftir að vera einheyp for the rest of my life! Deyja ein og fátæk. En ég hef þó allavegana sjónvarpið og bíó. Djísús Lost og aðþrengdar eiginkonur eru alveg að gera það fyrir mig þessa dagana. Hver þarf skartgripi og sundlaugar í Belgíu þegar maður hefur allt þetta yndislega furðulega fólk í sjónvarpinu!
Já mánudagar eru yndislegir dagar, svaf út, þreif íbúðina, fór út að skokka, fullt fullt af latte, fullt af sól, rauðvín og fullt af daðri, nautasteik og meira rauðvín, Lost og blogg og svo að sofa núna. Hver sagði að mánudagar væru ekki góðir dagar!

Ljóð:

Í dag er góður dagur
dagur til að elska
Dagur þinn

Dagur Sigurðarson

4 comments:

Anonymous said...

Þú fengir alveg 9 atkvæði. Hurru, fór á Match Point um daginn og eiginkona aðalleikarans minnti mig á þig, náttúrulega voða sæt kona.

Anonymous said...

Atkvæðin rúlla inn, 10 komin! Mér finnst baráttumál þín algjör snilld og er búin að benda frambjóðandanum á þau sem þú kallar "vinkona vinkonu". Það er kannski það besta í stöðunni að treysta öðrum fyrir þessum málum fyrst að þú varst of sein í framboð. Þú ert greinilega í miklum kosningaham þar sem stuðningur þinn við Dag er greinilegur í þessari færslu. Þú getur næst birt textann hans Bubba við lagið "Fallegur Dagur".

Anonymous said...

Vantar ekki inn í ljóðið?

Í dag er góður
Dagur til að elska
Dagur þinn

11 atkvæði...

Hölt og hálfblind said...

Jú þetta er nú trúlega rétt hjá þér Alda mín. Ég var bara svo upptekin af því hvað þetta var góur dagur, ekki af því að elska.
Takk fyrir stuðninginn stúlkur. Verð að tjékka á þessari eiginkonu, Sólrún.