Bloggandinn hefur lítið látið á sér kræla undanfarið. Þetta er svona með okkur "listamennina". Stundum er bara krísa og ekkert kemur. Snilldin kraumar bara einhversstaðar lengst undir og harðneitar að brjóta sér leið út. Ég hef aðallega fengið útrás við hekl! Látið hendurnar vinna en hugann hvílast. Lesendur mínir verða bara að virða þetta við mig.
Ég er ekki búin að ráða mig í vinnu. Hef ekki miklar áhyggjur af því. Ég hef mestan áhuga á starfi með börnum, unglingum, geðveikum eða fötluðum. Þetta eru víst óvinsælustu störfin í landinu þannig að ég hlýt að fá eitthvað. Er búin að hafna einu starfi, er að fara í viðtal í næstu viku og held svo áfram að leita og sækja um. Annars mundi ég ekkert neita ef einhver þarna úti vill bjóða mér sjúklega vel launað og skemmtilegt starf. Svo lengi sem það þýðir ekki 20 tíma vaktir með einni 20 mínútna pásu (fimmtudagsvaktin, síðasta!). Ég væri líka alveg til í að einhver myndi vilja borga mér "listamanna"laun í eins og 3-4 mánuði. Þá myndi ég framleiða prjónaðan og heklaðan fatnað í tonnavís, byrja að sauma föt og skrifa eitt stykki skáldsögu. Býður sig einhver fram?!!!
3 comments:
Ég myndi sko borga þér listamannalaun ef ég ætti nóg af peningum.
eg borga 2500 a bordid fyrir annad nýrad úr thér!
Maður getur nú keypt sér 4 bjóra fyrir 2500 kall, 5 á Ölstofunni meira að segja. Ætla að sofa á þessu, en meibí beibí ví hef ei díl.
Post a Comment