Tuesday, November 29, 2005

Vinkonur



Við Dolly skruppum til Akureyrar í sumar. Það var stuð. Ég fékk sólgleraugun hjá Steinunni.

Monday, November 28, 2005

Himneskur dagur

Ég hélt ég hefði dáið og farið til himna í gær. Guðdómlegur dagur, himneskt kvöld. Ég fór út að borða á Sjávarkjallaranum með Ásu samstarfskonu. Og óh mæ god hvað það var yndisleg upplifun. Maturinn var bara guðdómlega góður. Við keyptum okkur svona exotic menu og fengum einhverja milljón rétti. Meðal annars kengúrukjöt sem var bara ótrúlega gott, flottasta sushi sem ég hef á ævi minni séð, fáránelga gott hreindýrakjöt og deserta sem ég hefði ekki viljað skipta út fyrir kynlíf með Johnny Depp sjálfum. Með þessu drukkum við svo dýrindis hvítvín, sake með sushiinu og sætvín með desertunum. Sjitt hvað þetta var gott. Og ekki spillti fyrir að ég varð ástfangin af þjóninum. Veit ekki alveg hvort að það var bara maturinn sem hafði þau áhrif á mig, vínið eða maðurinn sjálfur. Hann var allavegana guðdómlegur líka maðurinn, gott ef að þetta var ekki bara kallinn sjálfur (þ.e. Guð). Eftir kvöldverðinn tók svo ekki verra við því að við fórum á tónleikana með Sigurrós. Ég er viss um að diskarnir þeirra eru hafðir á repeat í himnaríki. Ég er allavegana búin að dusta rykið af diskunum mínum og þeir verða á repeat hjá mér næstu dagana. Þetta voru stórkostlegir tónleikar. Var reyndar farin að efast um að ég hafi verið send á réttan stað þarna á tímabili. Hélt kannski að ég hafi verið send í helvíti en ekki himnaríki því að hitinn var svo svakalegur. Strákarnir í Sigurrós hafi líka verið sendir þangað af því að söngvarinn er samkynhneigður og Guði líkar víst ekkert sérlega vel við svoleiðis fólk. Ég þoli reyndar heldur ekki homma af því að þeir vilja aldrei sofa hjá mér!!! Við Guð ættum kannski bara nokkuð vel saman ;)

Friday, November 25, 2005

Ég náði að horfa á alla kalla fegurðarsamkeppnina í gær áður en ég skellti mér á barinn. Og ég hafði rétt fyrir mér þetta var alveg fyrirtaks sjónvarpsefni. Það var alveg hörmung að fylgjast með þessum blessuðu drengjum. Þeir voru allir hver öðrum hallærislegri og týpan sem valinn var herra Ísland var þeirra allra hallærislegastur og með ljótasta hárið. Mér fannst samt einn þeirra voða sætur. Benni boy. Langur og mjór með sérlega fallegt bros og ekkert svo ljótt hár. Virkaði svo næs týpa eitthvað enda var hann valinn vinsælasti strákurinn. Benni mætti svo eiturhress með vinsælasti strákurinn borðann og ljósbleikt bindi á Ölstofuna að lokinni keppni. Þessi heimsókn hans á barinn vakti hjá mér ómælda gleði. Ég náði meira að segja að óska honum til hamingju og sagði honum að mér þætti hann lang sætastur. Var að hugsa um að biðja hann um að koma í sleik við mig en guggnaði á því. Geri það bara næst. Held að hann vinni á Ölstofunni. Haltra kannski að honum við tækifæri og segi honum að mitt helsta áhugamál sé prjónaskapur og drykkja og þá á hann örugglega eftir að biðja mig um að koma í sleik. Hver stenst halta hálfblinda prjónandi og blindfulla la bombe sexuelle?!!!
Held ég láti þetta duga í bili og skelli mér í lavender freyðibað. Var að koma heim úr vinnunni eftir mjög svo erfiðan dag. Ooooh ég sakna Brynju og Lindu. Ekki það að ég myndi fara með þeim í freyðibað. Þær duttu bara allt í einu í hausinn á mér! Brynja er í Buones Aires (helvítis tíkin!) og Linda í New York (ömurleg borg!). Hvar skildi sambýliskonan annars vera. Hún var ekki heima þegar ég kom heim. Kannski er hún í sleik á barnum!
Góða nótt

Thursday, November 24, 2005

Það er enn von

Bloggedí blogg, víst kominn tími á að blogga. Er samt líka að horfa á sjónvarpið, helvítis batsjelorinn er í gangi. Jöeeekedí jökk gaurinn er bara að slumma þær allar og sofa hjá þeim og allt. Finnst þetta frekar viðbjóðslegt, samt get ég ekki annað en horft á þetta. Er líka í handsnyrtingu núna. Það er alveg hægt að pikka meðan naglalakkið þornar. Þreif klósettið í dag. Jæja kominn tími á aðra umferð af lakki. Þá er það afstaðið. Talaði við franska kærastann minn á msninu í dag. Hann er víst ástfanginn. Ekki af mér. Helvítið á honum. Fékk tár í augun þegar hann sagði mér þetta, þó að ég vissi þetta nú svo sem. Hann á nú allt gott skilið, þessi elska. Okkur var ekki ætlað að verða, það er löngu ljóst. En það er ekki öll nótt úti enn fyrir mig, það er aldrei að vita nema ég finni ástina einhverntíman. Mamma vinkonu minnar er nú að fara að gifta sig um næstu helgi og hún er um sextugt og kallinn örugglega tíu árum eldri. Þau eru tiltölulega nýbyrjuð samtan og virka voða ástfanginn. Finnst þau æðislegt par. Afar hughreystandi. Nú veit ég að ég hef 30-40 ár í viðbót til að finna eiginmanninn minn. Gott að vita af því. Örvæntingin verður ekki alveg jafn örvæntingarfull þegar ég hugsa til þessa yndislega pars.
Annars er ég bara búin að hafa það gott. Var í sveitinni um síðustu helgi. Var meira bara í sófanum en gúmmístígvélunum. Kaffidrykkja með mömmu, rás eitt, prjónaskapur og sjónvarpsgláp. Mikil afslöppun og rólegheit. Drakk mig svo fulla eftir vinnu á þriðjudaginn! Held ég komist svo ekkert hjá því að drekka mig líka fulla um næstu helgi. Andskotans pressa á manni alltaf að vera fullur og fjörugur. Fæ engan frið til að vera bara heima og örvænta með prjónunum mínum! Þarf meira að segja að fara að hafa mig til núna til að hitta fólk á barnum. Enginn friður. Og ég missi því trúlega af herra Ísland. Þvílík sorg. Get ímyndað mér að þessi keppni verði vandræðalegasta, hallærislegasta og jafnvel fyndnasta sjónvarpsefni ársins. 19 ára guttar. Svarbrúnir af ljósabekkjaveru með hár dauðans. Hvað er með þetta hár. Hvenær varð það kúl að strákar séu með viðbjóðslega strípað hár og stelpuklippingu. En það er nú svo sem ýmislegt sem ég skil ekki hjá blessuðu unga fólkinu. Æhj hvað mér er illt í bakinu og öxlinni. Og ég er bara komin með hausverk af látunum í þessu sjónvarpi. Góða nótt.

Thursday, November 17, 2005

Lifið er lotteri

Jeih ég er farin upp í sveit að elta gamla geit. Flottustu stígvél í heimi fá því að víkja fyrir hinum sígildu nokia gúmmístígvélum um helgina. Aldei að vita nema ég bruni þó í bæinn (euh hrmm hrmm taki rútu!) á laugardaginn og skelli mér og stígvélunum út á djammið með Hrafnhildi Hollandsmær um kvöldið. Sjáum til, sjáum til, því lífið er lotterí, já það er lotterí!

Tuesday, November 15, 2005

Samsæriskenning

Það var hringt í mig frá bankanum mínum í morgun og ég beðin um að koma sem fyrst af því að það vantaði undirskrift á umsóknina mína um vísakort (sem ég er löngu búin að fá afhent). Ég dreif mig því strax í bankann sem er í Kringlunni til að kvitta á þennan pappír. Í ljós kom að það vantaði ekki undirskrift heldur einungis upphafsstafina mína á bleðilinn. Djísús skiptir máli. Ég notaði auðvitað tækifærið og kíkti aðeins í búðir úr því að ég var komin í Kringluna einu sönnu. Oooog labbaði auðvitað út með splunkuný stígvél í bleikum innkaupapoka. Sé það núna að ég lét algjörlega gabba mig þarna. Þetta eru auðvitað samantekin ráð hjá Visa, bankanum og verslunareigendum í Kringlunni.
Brainstormingfundur í Kbbanka Kringlunni: Hvernig förum við að því að láta fólk eyða sem mestu með nýja vísakortinu? Jú með því að fá fólk til að mæta í búðirnar, freysta ungum konum með skóm. Já en hvernig fáum við fólk til þess að fara í búðirnar. Með því að fá það til að mæta í Kringluna, fólk kaupir alltaf eitthvað þegar það kemur í Kringluna. Hey ég er með hugmynd, búum til einhverja svona bullshit undirskrift á umsóknina sem skiptir svo sem engu máli og gleymum því alltaf að láta fólk skrifa undir. Afhendum þeim kortið og boðum það svo aftur hingað í Kringluna til að skrifa upphafsstafina sína. Fólk notar ferðina til að kíkja í búðir og BINGÓ! Konur kaupa sér skó og nærföt og kallar kaupa skó og nærföt handa konum.
Að ég skuli ekki hafa séð í gegnum þetta. En nýju stígvélin eru allavegana mjög svöl sem er líka eins gott þar sem að trúlega væri hægt að sjá barni á Indlandi fyrir fæði og húsnæði og menntun og öllum pakkanum í mörg ár fyrir sama pening.
Lifið heil

Nostalgía

Sit núna við tölvuna hjá elskulegri Sigrúnu systur minni. Var að passa fyrir þau hjónakornin (þau eru reyndar ekkert gift, á ekkert að fara að skella sér á skeljarnar Einar?) í gærkvöldi. Það var nú bara hressandi. Börnin ljúf sem lömb og ókeypis matur!!! Fór líka á efri hæðina og fékk kaffi og bailys þar! Er í fríi í dag. Virðist ekki ætla að nýta daginn í neitt gáfulegt frekar en fyrri daginn. Maður verður nú að sofa út og blogga og hangsa svolítið. Er nú boðin í útgáfuteitið hjá Jóni Ólafs í dag. Eða Jónínu er öllu heldur boðið og hún ætlaði að bjóða mér með. Ég nenni ekki að fara. Ég ætti samt að fara. Það er nú ekki eins og ég hafi ekki eytt heilum mánuði í helvíti (þjóðarbókhlöðunni) við að leita að blaðagreinum um kallinn í fyrra. Frekar leiðinlegt verkefni, verð ég að segja. Það var þó heldur betur skemmtilegt sem tók við því í fyrrahaust, sól og sumar í suðurfrakklandi og svo yndislegir mánuðir í Parísinni minni. OOOOOh mig langar aftur til Parísar. Ég sakna Hideko og Pitu og Pan og Mustafa og Fabio og Ao. Sakna rauðvínsdrykkjunnar og expressódrykkjunnar. Tveir tímar í skólanum á dag og svo hið ljúfa líf. Fegurðarblundur og freyðibað. Diner og djamm. Jæja þíðir ekki að gráta það. Þetta var allavegana afar gaman þegar að á því stóð og ég á nú eftir að fara aftur til Parísar. Verð að læra þessa blessuðu frönsku almennilega. Ég er annars alltaf eitthvað voðalega veik fyrir franska kærastanum mínum, sem ég held að eigi kærustu sem heitir ekki Gunnhildu! Aaaaah ég hata hann fyrir að geta ekki látið hausinn á mér vera eða er það kannski hjartað.
Quentin Tarantino og Eiður Smári komu að borða hjá okkur um helgina. Mér finnst þeir báðir kúl. Gaman að því.
Jæja best að drífa sig heim að prjóna!!!

Blessaðir bekkjafélagarnir
Efri röð: Adi hinn ameríski, man ekki, Gunnhildur, Mustafa, Einar og Pita.
Neðri röð: Man ekki, Young Ya (Kim), Young zhja (Pan), Vicky og Mutsumi.



Tuesday, November 08, 2005

Besta sem ég hef heyrt lengi: Að vera piparmey er eins og að drukkna, einstaklega notalegt eftir að maður hættir að streitast á móti. Takk elsku Mæja, nú finnst mér lífið einstaklega notalegt.
Sit annars í vinnunni og bíð eftir að María mín (Marian, ég má kalla hann Maríu af því að hann má kalla mig Gunna) og Ása Pjása www.blog.central.is/asapjasa klári vaktina svo þau geti sest niður og fengið sér sushi og hvítvín með mér. Me like sushi, me like hvítvín. Ég elska, eeeelska líka pizzu, hhhhrrmmmmm pizza. Og ég er einmitt svo heppin að vera með Eldsmiðjuna í bakgarðinum hjá mér og og og er með afslátt þar af því að ég er samviskusamur starfsmaður íþrótta og tómstundaráðs reykjavíkur, RÆT! Það er því reglulega Eldsmiðjupizza á boðstólnum á Baldursgötunni. Fínt í þynnkunni, ekki satt Joe9?!!!
Lá andvaka í nótt yfir snilldinni sem ég ætlaði að skrifa hérna á La bombe sexuelle. Svaf í alvörunni ekki neitt og nú man ég ekki rassgat hvað ég var að hugsa. Jú man reyndar að ég hugsaði aðeins um rassinn á Hálfdán(i), ekki gatið þó! Hann er svo sætur drengurinn. Ekkert spes í sjónvarpinu en in real life, óóh mæ god! Svoooo indæll og sjarmerandi. Hann á kærustu, helvískur! Mér finnst líka afar notalegt að vera piparmey!!!
Gunnhildur piparmey, þetta verður mitt signature á jólakortin í framtíðinni, ekki Gunnhildur, Barði, börnin, og ekki Gunnhildur, Danni og dæturnar. Gunnhildur og Jónína og kettirnir á samt smá sjéns!
Helvítis hip-hop meiðslin eru alltaf að pirra mig, what to do.
Lifið heil.

Sunday, November 06, 2005

Úff, úff, úff, búin að vera rosa full þessa vikuna. Sunnudag, fimmtudag og laugardag. Ég kann þetta ennþá. Massíft staffadjamm á fimmtudaginn og þynnka dauðans á föstudag. Við sambýliskonurnar ákváðum svo í gærkvöldi að skella okkur út og mála bæinn rauðann. Drukkum endalaust af kokteilum og víni og bjór og jú neim itt (engin eiturlyf samt, við gerum ekki svoleiðis sko). Mjög gaman og Joe9 skemmti sér sérlega vel þó að hún hafi ekki skemmt sér neitt sérlega mikið í dag! Blessunin. Ég skemmti mér hinsvega líka alveg afskaplega vel í dag. Mætti þunn í 3 ára afmæli hjá Ásrúnu Gyðu. Skrítna frænkan sem mætir alltaf þunn í barnaafmælin allt of seint af þvi að hún á ekki bíl og þarf að taka strætó. Já já ég er löngu búin að sætta mig við það að systrabörnunum finnst ég voða skrítin kona. Veit ekki hversu oft ég hef þurft að svara spurningum þeirra um það af hverju ég eigi ekki bíl og afhverju ég eigi ekki mann og afhverju ég eigi ekki börn og hvað í ósköðunum ég hafi gert í Kína og París. Æhj þau eru svo mikil krútt þessar elskur og ég held nú bara að þeim finnist skrítna frænka sín soldið krútt bara líka. Leyfi mér jafnvel að halda að ég sé í uppáhaldi hjá einhverjum þeirra. Mússí, mússí, mússí, sykur, sykur, sykur, lov jú gæs.
Skírlífið gengur vel. Virðist ekki vera mikið mál að vera skírlífur, því miður!

Friday, November 04, 2005


Mér finnst að Herra Allen ætti að hætta með fósturdóttur sinni og byrja með fröken Parton. Þau væru svoooo flott hjón.

Wednesday, November 02, 2005

Luðar, hommar, fyllibyttur, giftir og 17 arum yngri

Nei, nei ég er ekki dáin úr örvæntingu og ekki heldur ást. Ég held bara áfram einlægri leit minni að ástinni og er skírlíf á meðan. Nú fær enginn neitt hjá mér á næstunni nema vera tilbúinn að sjá mér fyrir reglulegu kynlífi, fullt, fullt af hlátri, góðum mat og víni um ókomna framtíð, eða allavegana í meira en 5 daga (ég er sko ekkert mjög kröfuhörð). þessi leit mín er kannski ekkert svo einlæg þar sem ég held mig nú bara mest heima við að prjóna og svo í vinnunni. Ég er þó búin að vera með augun opin á báðum þessum vígstöðvum. Ég var komin með skothelt plan um það hvernig ég gæti nælt mér í einstæða faðirinn á móti. Ég ætlaði sko að baka piparkökur og banka upp á hjá honum og biðju um eitthvað sem vantar í þær. Fara svo yfir á eftir með piparkökuhjörtu handa honum í þakklætisskyni fyrir lánið og einhverjar sniðugar fígúrur fyrir soninn (verðandi stjúpson minn). Þá yrði hann auðvitað að bjóða mér inn í kaffi og svo yrði þetta bara ást og hamingja og fullt af kynlífi from then on. Nú er hinsvegar svo komið að ég held að kauði sé atvinnulaus lúði sem reykir tvo pakka á dag. Hann er aaaaltaf úti á tröppum að reykja. Líka þegar ég er heima um miðja virka daga og þegar ég er vakandi um miðjar nætur. Ég er að vísu líka allfar heima á virkum dögum og hangi í tölvunni um miðjar nætur. Spurning hvor er meiri lúði, við getum kannski bara lúðast eitthvað svona saman heima á Baldursgötunni, jeih!
Strákarnir sem ég vinn með eru flestir voða sætir. Vandamálið með þá er að þeir eru allir hommar, fyllibyttur, giftir og/eða 17 árum yngri en ég. Ég geri kannski bara mitt besta í að reyna að afhomma þá, fá þá til að deila víninu sínu með mér, skilja við konuna sína og ég hef svo sem ekkert alltaf bara verið með eldri strákum. Það er kannski ekki öll nótt úti enn á þeim vígvellinum. Talandi um vinnuna þá voru allir svo blindfullir um helgina að gera allskonar rugl, rúllandi um og sofandi hjá. Hrikalega gaman að því. Stelpurnar í salnum að sofa hjá kokkunum og svona. Klassískt, kokkar alltaf samir við sig. Ég var þó bara frekar stillt og fylgdist með þessu öllu saman og skemmti mér konunglega. Á sunnudagskvöldið þurftum við Marian (já já hommi) svo mikið að ræða allt ruglið og hlægja að því og drekka bjór með að við urðum bara alveg blindfull! Mánudeginum eyddi ég því í þynnku. Ákvað samt að það væri æðislega sniðugt að fara í heimsókn í gömlu vinnuna mína í þynnkunni og kíkja aðeins við í Kringlunni. Þú getur rétt ímyndað þér hversu góð hugmynd mér fannst þetta vera þegar ég ráfaði um Jólakringluna með lokað kreditkort og heilsaði upp á æskulýðsstarfsmenn og unglingana þeirra angandi af áfengislykt.
Jamm og jamm og jú
Er fólk ekkert að fatta að ég bætti þarna einhverju svona word eitthvað dæmi í kommentakerfið svo að anonymús vinur minn hætti að kommentera. það þarf því að skrifa asnalegu stafina í boxið þarna til að hægt sé að birta spekina sem búið er að skrifa. Skilji þeir sem skilja vilja og eru ekki vitlausir.
Ha ha ha det bra (lesist ekki, heldur rappist)