Sjitt ég hef mig ekki í að læra fyrir þetta blessaða GRE próf. Þetta hangir yfir mér en ég hangi bara á kaffihúsi. Doðrantarnir liggja á svefnherbergisgólfinu og ég ligg bara í rúminu eða sófanum. Meiri vitleysan. Var í fríi í gær, þá hékk ég í 5 klukkutíma á kaffihúsi. Er í fríi í dag og bara svaf út og hékk svo á kaffihúsi og hangi núna á netinu. Fylgist líka mikið með nágrönnum mínum útum eldhús gluggan. Núna er einstæði faðirinn sem býr beint á móti úti á tröppum að reykja. Hann reykir nokkuð mikið blessaður. En mér er samt farið að lítast ansi vel á hann. Held að hann sé að fylgjast með mér í gegnum gluggan líka. Honum hlýtur að lítast vel á mig líka. Fjallmyndarleg konan að pikka á nýja eplið sitt með kertaljós í glugganum (grínlaust) og sötrandi kaffi. Hvernig getur hann verið annað en ástfanginn af mér. Jæja nú fór hann inn að sinna syninum, krúttið. Neih sko nú fór hann út aftur. Hmmm hvert ætli hann sé að fara. Held í búðina að kaupa einhvern dýrindis mat til að elda fyrir glókollinn son sinn. Sjitt hvað ég er ánægð með nýju nágrannana. Var samt á tímabili farin að halda að þetta væri kommúna, það er svo mikið af fólki á öllum aldri að koma of fara, alltaf. Var svo komin yfir á það að verið væri að selja dóp þarna. En núna held ég að þetta sé bara s..... sko kominn aftur með fisk í poka sýndist mér :) My future husband hvorki meira né minna þakka þér fyrir!
Hitti reyndar annan future husband á kaffihúsi áðan. Nokkuð sætan spánverja sem ég þjónaði um daginn. Náði að klúðra pöntuninni þeirra þannig að einn á borðinu fékk vitlausan rétt. Ég var alveg miður mín yfir þessu, sérstaklega af því að kokkurinn var ekkert of ánægður með mig. Nei heyrðu mig nú, nú fer hann aftur út. Pottþétt að sýna sig fyrir mér!!! Já allavegana fór að spjalla við þennan spánverja áðan á kaffihúsi og hann sagðist nú bara ætla að mæta niðureftir og segja kokkinum að vera ekki með neina stæla því að ég sé svo súpernæs :) Að reyna við mig augljóslega!!!
Já já maður á eftir að gifta sig margoft og eignast börn með hinum og þessum verðandi barnsfeðrum.
Að lokum, djöfulsins eindæmis helvítis snilld er það að geta sótt tónlist á netið. Ég er ekki tæknivæddasta típan í bænum og er því bara nýbyrjuð á þessum fjanda og fuck hvað þetta gleður mig andskoti mikið. Nei nútíminn er sko engin helvítis trunta.
Thursday, September 29, 2005
Sunday, September 25, 2005
Af kvefi, Bukowski og andleysi
Þriggja daga helgi liðin og ég hef ekkert afrekað nema að horfa á tvær videomyndir, þrífa klósettið og drekka tvo bjóra á Ölstofunni. Er búin að vera eitthvað kvefuð og slöpp. Andlaus og í fúlu skapi í þokkabót. Svona getur þetta líka verið hjá kúltíveruðum og klárum kynbombum, við erum bara mannlegar. Kemur meira að segja fyrir að ég kúki en á túr fer ég auðvitað ekki.
Ég lauk við að bursta tennurnar og fór aftur í rúmið. Ég hafði ekkert þrek lengur, engan neista. Ég var teiknibóla, ég var gólfdúkur.
Ég ákvað að halda mig í rúminu til hádegis. Ef til vill yrði þá helmingurinn af veröldinni dauður og það yrði þá helmingi þolanlegra að fást við hana. Ef til vill liti ég betur út þegar ég færi á fætur um hádegið, liði betur. Ég þekkti einu sinni mann sem hafði ekki hægðir dögum saman. Á endanum sprakk hann í loft upp. Í alvörunni. Skíturinn spýttist út um magann á honum.
Síminn hringdi. Ég lét hann hringja. Ég svaraði aldrei símanum á morgnana. Hann hringdi 5 sinnum og hætti. Loksins. Ég var einn með sjálfum mér. Eins viðbjóðslegur og ég var var það betra en að vera með einhverjum öðrum, hverjum sem var, öllum þarna úti, með sínar aumkunarverðu brellur og handahlaup. Ég dró sængina upp að hálsinum og beið (Bukowski, 1994).
Þessi snillingur kemst svo skemmtilega að orði. Rakst á þennan kafla í Pulp sem ég er að lesa núna og þetta lýsir ágætlega hvernig mér er búið að líða um helgina. En á morgun er mánudagur og eins og kerlingin sagði þá bera mánudagar iðulega með sér mikinn kraft og gæfu og á mánudögum hverfa kvefpestir á braut út í kuldann.
Ætla að tölta mér út á videóleigu og taka einhverja yndislega amersíka dellu til að stytta mér stundir á milli hóstakasta, snýtinga og klósettferða!
Lifið heil og njótið nýrrar vinnuviku!
Charles Bukowski og félagi
Ég lauk við að bursta tennurnar og fór aftur í rúmið. Ég hafði ekkert þrek lengur, engan neista. Ég var teiknibóla, ég var gólfdúkur.
Ég ákvað að halda mig í rúminu til hádegis. Ef til vill yrði þá helmingurinn af veröldinni dauður og það yrði þá helmingi þolanlegra að fást við hana. Ef til vill liti ég betur út þegar ég færi á fætur um hádegið, liði betur. Ég þekkti einu sinni mann sem hafði ekki hægðir dögum saman. Á endanum sprakk hann í loft upp. Í alvörunni. Skíturinn spýttist út um magann á honum.
Síminn hringdi. Ég lét hann hringja. Ég svaraði aldrei símanum á morgnana. Hann hringdi 5 sinnum og hætti. Loksins. Ég var einn með sjálfum mér. Eins viðbjóðslegur og ég var var það betra en að vera með einhverjum öðrum, hverjum sem var, öllum þarna úti, með sínar aumkunarverðu brellur og handahlaup. Ég dró sængina upp að hálsinum og beið (Bukowski, 1994).
Þessi snillingur kemst svo skemmtilega að orði. Rakst á þennan kafla í Pulp sem ég er að lesa núna og þetta lýsir ágætlega hvernig mér er búið að líða um helgina. En á morgun er mánudagur og eins og kerlingin sagði þá bera mánudagar iðulega með sér mikinn kraft og gæfu og á mánudögum hverfa kvefpestir á braut út í kuldann.
Ætla að tölta mér út á videóleigu og taka einhverja yndislega amersíka dellu til að stytta mér stundir á milli hóstakasta, snýtinga og klósettferða!
Lifið heil og njótið nýrrar vinnuviku!
Charles Bukowski og félagi
Thursday, September 15, 2005
Life is good
Já þetta er auðvitað ferleg vinna upp á það að gera að nú get ég ekki bloggað á hverjum degi. Aðallega slæmt fyrir ykkur elskurnar mínar. En það er mikið stuð og gaman í vinnunni þó að þetta sé drulluerfitt. Mér finnst líka æði að fá frídagana á móti. Þetta er svolítið annað líf en lognmollan hjá skrifstofublókinni. Nú er hlaupið um allan daginn með bros á vör (kannski ekki alveg alltaf með brosið uppi við en svona næstum því alltaf hingað til) og drukkið á kvöldin og sofið í nýju íbúðinni á nóttunni og svo aftur hlaupið og drukkið og sofið og svo frí og freyðibað og hangs og stemmning. Á samt að vera að læra fyrir GRE þegar ég er í fríi. Skráði mig í prófið um daginn og fór í gær að sækja æfingaefni. Lýst eiginlega ekkert á blikuna. Þetta verður erfitt. En ég ætla nú ekki að gefast upp áður en ég byrja. Reyni bara eins og ég get.
Nýja íbúðin er æði. Get eiginlega ekki lýst því hvað ég er ánægð með hana. Allt svo nýtt og fínt og kósí og bara æði. Mesti lúxusinn finnst mér vera baðherbergið. Það er svoooo fínt, með nýjum flísum og baði og geggaðri sturtu og og og þvottavél og þurrkara. Nú þvæ ég bara og þvæ heima hjá mér. Er því hætt heimsborgarastemmningunni í bili og Efnalaugin Árbæ hefur misst einn kúnna. Ég þakka þeim bara fyrir afar farsæl viðskipti, einnig Fatahreinsuninni í Sörlaskjólinu og Kaplaskjólsvegi.
Jamm og já já life is good segi ég bara. Svolítið erfitt á köflum og annasamt en gott. Já ég held það bara. Held ég skelli mér bara í lavender freyðibað núna áður en ég fer að undirbúa pizzuna sem ég ætla að elda fyrir sambýliskonuna og Jakobínu í kvöld.
Lifið heil :)
Já aðeins að bæta því við að við stelpurnar áttum nú smá samræður í gær um það hvort að Jóhanna hefði rétt fyrir sér með það að rauðhærðir væru graðastir og svona almennt um greddu!!! Það voru hressandi samræður en ég held að ég sleppi því nú bara að útlista þær frekar hér. Frakkinn minn myndi nú segja að það væri ekki sérlega lady like að vera að tala of mikið um svoleiðis hluti svona á almannafæri. Hann sagði það allavegana þegar ég var að ræða ánægju mína með franska orðið genereux við hann. Ég afsakaði mig bara með því að ég væri íslensk og honum fannst það mjög eðlileg afsökun. Já og bæ ðe vei spurði hann áðan hvort hann ætti kærasta og hann neitaði því. Hann er ekkert hommi.
Hrmm hmm eitt enn. Vil bara benda á að það er heldur betur nóg um að vera hjá íslensku sauðkindinni þessa dagana. Fylgist endilega með henni. Linkur hér á síðunni.
Nýja íbúðin er æði. Get eiginlega ekki lýst því hvað ég er ánægð með hana. Allt svo nýtt og fínt og kósí og bara æði. Mesti lúxusinn finnst mér vera baðherbergið. Það er svoooo fínt, með nýjum flísum og baði og geggaðri sturtu og og og þvottavél og þurrkara. Nú þvæ ég bara og þvæ heima hjá mér. Er því hætt heimsborgarastemmningunni í bili og Efnalaugin Árbæ hefur misst einn kúnna. Ég þakka þeim bara fyrir afar farsæl viðskipti, einnig Fatahreinsuninni í Sörlaskjólinu og Kaplaskjólsvegi.
Jamm og já já life is good segi ég bara. Svolítið erfitt á köflum og annasamt en gott. Já ég held það bara. Held ég skelli mér bara í lavender freyðibað núna áður en ég fer að undirbúa pizzuna sem ég ætla að elda fyrir sambýliskonuna og Jakobínu í kvöld.
Lifið heil :)
Já aðeins að bæta því við að við stelpurnar áttum nú smá samræður í gær um það hvort að Jóhanna hefði rétt fyrir sér með það að rauðhærðir væru graðastir og svona almennt um greddu!!! Það voru hressandi samræður en ég held að ég sleppi því nú bara að útlista þær frekar hér. Frakkinn minn myndi nú segja að það væri ekki sérlega lady like að vera að tala of mikið um svoleiðis hluti svona á almannafæri. Hann sagði það allavegana þegar ég var að ræða ánægju mína með franska orðið genereux við hann. Ég afsakaði mig bara með því að ég væri íslensk og honum fannst það mjög eðlileg afsökun. Já og bæ ðe vei spurði hann áðan hvort hann ætti kærasta og hann neitaði því. Hann er ekkert hommi.
Hrmm hmm eitt enn. Vil bara benda á að það er heldur betur nóg um að vera hjá íslensku sauðkindinni þessa dagana. Fylgist endilega með henni. Linkur hér á síðunni.
Sunday, September 11, 2005
Brjálað að gera
Shjæt hvað það er mikið að gera hjá mér. Eins og ég sagði var brjálað að gera síðustu vikuna á tryggjó, var svo að sörvetrínast á fimmtudag, föstudag og laugardag og er svo að flytja á Baldursgötuna í dag.
Það rifjaðist heldur betur upp fyrir mér hversu erfitt það er að þjóna á föstudagskvöldið. Það var brjálað að gera og allt á floti. Ég aðeins að klúðra hlutum og svona. Ég fékk þó mörg bónorð og fimmara í þjórfé þannig að ég var sátt eftir kvöldið. Aðallega sátt við bláa seðilinn en bónorðin voru líka hressandi þó að mér hafi nú ekki beint litist neitt sérstaklega vel á vonbiðlana, kallar svona! Lenti nett í kynferðislegu áreiti af einhverju steggjateiti, amerískir gaurar sem ætluðu bara ekkert að hleypa mér í burtu. Ýmislegt sem maður lendir í á þessum stað!
Fékk sms á laugardagskvöldið frá einhverjum Helga þar sem hann biður mig um að koma með sér út. Alltaf svolítið spes þegar vinkonur (Jónína) og systur (Dísa) eru að reyna að koma manni út, dreifandi símanúmerinu mínu hist og her. Hann er víst samt rauðhærður þessi þannig að það er aldrei að vita nema ég líti á gripinn!!! Ekki það að gaurinn hennar Jónínu var líka rauðhærður og ekki gekk það hjá honum greyinu!
Jæja Þingholtin bíða, ble, ble.
Það rifjaðist heldur betur upp fyrir mér hversu erfitt það er að þjóna á föstudagskvöldið. Það var brjálað að gera og allt á floti. Ég aðeins að klúðra hlutum og svona. Ég fékk þó mörg bónorð og fimmara í þjórfé þannig að ég var sátt eftir kvöldið. Aðallega sátt við bláa seðilinn en bónorðin voru líka hressandi þó að mér hafi nú ekki beint litist neitt sérstaklega vel á vonbiðlana, kallar svona! Lenti nett í kynferðislegu áreiti af einhverju steggjateiti, amerískir gaurar sem ætluðu bara ekkert að hleypa mér í burtu. Ýmislegt sem maður lendir í á þessum stað!
Fékk sms á laugardagskvöldið frá einhverjum Helga þar sem hann biður mig um að koma með sér út. Alltaf svolítið spes þegar vinkonur (Jónína) og systur (Dísa) eru að reyna að koma manni út, dreifandi símanúmerinu mínu hist og her. Hann er víst samt rauðhærður þessi þannig að það er aldrei að vita nema ég líti á gripinn!!! Ekki það að gaurinn hennar Jónínu var líka rauðhærður og ekki gekk það hjá honum greyinu!
Jæja Þingholtin bíða, ble, ble.
Thursday, September 08, 2005
Vinna, vinna, vinna
Það er kreiiiisí að gera í vinnunni, ég bara vinn og vinn og vinn. Geri svona eitthvað í tölvunni, klikka og pikka og tvíklikka svo og svona geri eitthvað. Thats my job. Svara líka símanum mikið og hefta talsvert. Gaman að þessu. Svo er ég að fara að sörvetrínast í kvöld og bara alla helgina. Síðasti dagurinn á tryggjó á morgun. Ég er ekki frá því að ég eigi bara eftir að sakna þess talsvert að mæta í græna básinn minn. Voða svona eitthvað afslappað andrúmsloft og fínt fólk sem ég er að vinna með. Svona er þetta bara, eins og ég segi við alla sem spyrja hvort ég sé að hætta. "Jaaaá (á innsoginu) svona er þetta bara".
Annars verð ég að segja að Patti Smith var ofursvöl. Hefur sko þokkalega allt ennþá. Ég hugsa að ég hætti fljótlega að nota meiköpp og lita á mér hárið og nota brjóstahaldara. Maður þarf sko ekkert að lúkka eins og eitthvað bimbó til að vera ofursvöl kona. Patti sannar það. Hún er bara svo góður tónlistarmaður og þessir tónleikar voru magnaðir, ógeðslega góðir tónleikar. Ég er ennþá bara eitthvað hissa hvað þetta voru góðir tónleikar.
Enginn spyr mig um hip hop meiðslin. Svolítið skrítið. Það er eins og fólki sé bara alveg sama um heilsuna mína. En ég ætla bara að segja að ég er ennþá ekki orðin góð í öxlinni. Samt mun betri, sko. Og þar hafið þið það. Thanks a lot for asking!
Annars verð ég að segja að Patti Smith var ofursvöl. Hefur sko þokkalega allt ennþá. Ég hugsa að ég hætti fljótlega að nota meiköpp og lita á mér hárið og nota brjóstahaldara. Maður þarf sko ekkert að lúkka eins og eitthvað bimbó til að vera ofursvöl kona. Patti sannar það. Hún er bara svo góður tónlistarmaður og þessir tónleikar voru magnaðir, ógeðslega góðir tónleikar. Ég er ennþá bara eitthvað hissa hvað þetta voru góðir tónleikar.
Enginn spyr mig um hip hop meiðslin. Svolítið skrítið. Það er eins og fólki sé bara alveg sama um heilsuna mína. En ég ætla bara að segja að ég er ennþá ekki orðin góð í öxlinni. Samt mun betri, sko. Og þar hafið þið það. Thanks a lot for asking!
Patti í dag
Wednesday, September 07, 2005
Um brjósatklíp
Fékk athyglisverð komment á skrifin í gær sem ég vil svara hér. Þetta brjóstaklíp á barnum var framkvæmt í fullum trúnaði og því get ég ekki upplýst á veraldarvefnum hver þetta var. Eins er ég að hugsa um að tilkynna verðandi barnsföður mínum persónulega að hann sé verðandi barnsfaðir minn áður en ég tilkynni það á veraldarvefnum. Ég er þó alveg til í að upplýsa fólk um hverjir þetta eru svona feis tú feis. Ég get samt látið það uppi að verðandi barnsfaðir er ekki poppstjarna. Hef nú reyndar aðeins hugleitt það varðandi hann að ég ætti nú kannski bara frekar að ættleiða hann en að fara út í það að ættleiða með honum. Hann er sem sagt aðeins yngri en ég blessaður.
Annars var ég að velta því fyrir mér hvort oiccum sé dulnefnið hans Mr.Zhu? Nei varla, hann mundi örugglega bjóða mér með sér út að hjóla frekar. Hann vill líka bara vera vinur minn og myndi því ekki segja að ég væri "hot" og að hann vilji kreista á mér brjóstin. Annars er ég alveg til í að fara út að labba með oiccum og þá er alveg hægt að sjá til með brjóstaklípið, þarf náttúrlega að vera sæt/ur og með typpi.
Annars var ég að velta því fyrir mér hvort oiccum sé dulnefnið hans Mr.Zhu? Nei varla, hann mundi örugglega bjóða mér með sér út að hjóla frekar. Hann vill líka bara vera vinur minn og myndi því ekki segja að ég væri "hot" og að hann vilji kreista á mér brjóstin. Annars er ég alveg til í að fara út að labba með oiccum og þá er alveg hægt að sjá til með brjóstaklípið, þarf náttúrlega að vera sæt/ur og með typpi.
Tuesday, September 06, 2005
Af Mr.Zhu, Ford, Flockart ofl.
Úff bara brjálað að gera í vinnunni og ég hef varla tíma til að blogga, þetta er nú meiri vitleysisvinnan! Enda er ég að fara að hætta á föstudaginn.
Annars er það helst að frétta að ég eignaðist nýjan vin um helgina. Hann heitir Mr.Zhu og vinnur í kínverksa sendiráðinu. Ég hitti hann á sunnudagsmorguninn klukkan hálf sjö þegar ég var að labba heim eftir ansi góða nótt á djamminu. Þá var hann úti að hjóla sér til heilsueflingar eftir langan og góðan nætursvefn. Eitthvað fannst honum ég áhugaverð þar sem ég rölti þarna með sælubros á vör, í háhæluðum skóm og bleiku dressi. Hann stoppar og fer að spjalla við mig og tilkynnir mér, eftir ágætisspjall um ferðalag mitt til Kína og gagnkvæman áhuga á landi og þjóð, að hann langi að verða vinur minn. Hann vilji endilega að ég sýni sér djmmmenningu Reykjavíkurborgar, hann geti kennt mér kínverksu og að ég geti "make buisness with China" ef ég bara kíki í heimsókn í sendiráðið. Mig langar líka að verða vinur Mr.Zhu og fékk þessvegna símanúmerið hjá honum (neitaði honum reyndar um mitt, einhverrahluta vegna). Ég er að hugsa um að bjóða honum í partý við tækifæri.
Jesssöríbob! Varð svo ástfangin af poppstjörnu um helgina. Nánar tiltekið af söngvararnum í Franz Ferndinand. Hann er sætur og talar með skoskum hreim. Ég er að hugsa um að fara til Glasgow í framhaldsnám. Sá líka verðandi barnsföður minn á tónleikunum. Þóttist auðvitað ekki sjá hann! Ég meina hvað annað gerir maður þegar manni líst vel á einhvern, ekki vill maður að hann fatti að manni líst vel á hann! Ruglið eina! Já og svo kleip poppstjarna(ekki samt söngvarinn í Franz) mig í brjóstin á barnum á laugardaginn, það var hressandi.
Ég sá Ford og Flockhart á röltinu í bænum bæði í gær og fyrradag. Þau létu mig ekki hafa símanúmerið sitt og þessvegna ætla ég ekki að bjóða þeim í partýið með Mr.Zhu. Ég missti nú aðeins kúlið þegar ég mætti þeim á sunnudagskvöldið. Var á hjóli og hjólaði næstum á Calistu ég glápti svo mikið á þau, snarstansaði svo og kallaði á Brynju sem var á hjóli aðeins fyrir aftan mig að taka eftir því hverjir væru þarna á ferð. Ef þau nenna að hanga hérna vegna sérlega afslappaðs viðhorfs Íslendinga gagnvart stórstjörnum á borð við þau þá hefur það væntanlega breyst þarna á þessari stundu.
Patti Smith í kvöld. Hún er töff.
Annars er það helst að frétta að ég eignaðist nýjan vin um helgina. Hann heitir Mr.Zhu og vinnur í kínverksa sendiráðinu. Ég hitti hann á sunnudagsmorguninn klukkan hálf sjö þegar ég var að labba heim eftir ansi góða nótt á djamminu. Þá var hann úti að hjóla sér til heilsueflingar eftir langan og góðan nætursvefn. Eitthvað fannst honum ég áhugaverð þar sem ég rölti þarna með sælubros á vör, í háhæluðum skóm og bleiku dressi. Hann stoppar og fer að spjalla við mig og tilkynnir mér, eftir ágætisspjall um ferðalag mitt til Kína og gagnkvæman áhuga á landi og þjóð, að hann langi að verða vinur minn. Hann vilji endilega að ég sýni sér djmmmenningu Reykjavíkurborgar, hann geti kennt mér kínverksu og að ég geti "make buisness with China" ef ég bara kíki í heimsókn í sendiráðið. Mig langar líka að verða vinur Mr.Zhu og fékk þessvegna símanúmerið hjá honum (neitaði honum reyndar um mitt, einhverrahluta vegna). Ég er að hugsa um að bjóða honum í partý við tækifæri.
Jesssöríbob! Varð svo ástfangin af poppstjörnu um helgina. Nánar tiltekið af söngvararnum í Franz Ferndinand. Hann er sætur og talar með skoskum hreim. Ég er að hugsa um að fara til Glasgow í framhaldsnám. Sá líka verðandi barnsföður minn á tónleikunum. Þóttist auðvitað ekki sjá hann! Ég meina hvað annað gerir maður þegar manni líst vel á einhvern, ekki vill maður að hann fatti að manni líst vel á hann! Ruglið eina! Já og svo kleip poppstjarna(ekki samt söngvarinn í Franz) mig í brjóstin á barnum á laugardaginn, það var hressandi.
Ég sá Ford og Flockhart á röltinu í bænum bæði í gær og fyrradag. Þau létu mig ekki hafa símanúmerið sitt og þessvegna ætla ég ekki að bjóða þeim í partýið með Mr.Zhu. Ég missti nú aðeins kúlið þegar ég mætti þeim á sunnudagskvöldið. Var á hjóli og hjólaði næstum á Calistu ég glápti svo mikið á þau, snarstansaði svo og kallaði á Brynju sem var á hjóli aðeins fyrir aftan mig að taka eftir því hverjir væru þarna á ferð. Ef þau nenna að hanga hérna vegna sérlega afslappaðs viðhorfs Íslendinga gagnvart stórstjörnum á borð við þau þá hefur það væntanlega breyst þarna á þessari stundu.
Patti Smith í kvöld. Hún er töff.
Friday, September 02, 2005
Ég borðaði hamborgara, franskar, kokteilsósu og kók í hádeginu á Svarta Svaninum með hinu þroskahefta fólkinu. Það var gott og ég fann rassinn á mér stækka meðan ég var að gúffa þessu í mig. Í kaffinu fékk ég mér svo kók light og súkkulaði. Fitnaði ekkert sérstaklega við það held ég. Ég þurfti virkilega á þessu að halda eftir rauðvínssull á barnum í gærkvöldi og andvökunótt. Annars kom Hanna með ansi góða lausn á orðsifjavandræðunum sem ég hef átt í, yfir rándýru rauðvínsglasinu á Ólíver (850 kall takk fyrir, Hanna borgaði reyndar, takk Hanna). Hún benti á að rökrétt væri að rita typpi með y þegar um stór typpi væri að ræða en með i þegar um lítil tippi væri að ræða. Spurning hvað maður gerir við þessi miðlungs samt.
Svo benti frakkinn mér á helstu orð sem notuð eru yfir gripinn á frönsku, spurning hvort að hægt sé að notast við eitthvað af þessum: quequette, popol, tobe, bite, chybre, bracmard, zob og genereux. Ég er sérstaklega hrifin af síðastnefnda orðinu sem þýðir auðvitað bara ríflegur eða örlátur. Var líka að spá hvort verið gæti að tengsl væru milli íslenska orðsins og franska orðsins tobe, mér finnst það trúlegt.
Já þetta er athyglisverð umræða, ég veit það. Annars er ég bara hress sko, tónleikar í kvöld og helgi og svona. Ég lykta samt svolítið eins og hamborgarabúlla með leyfi til að selja áfengi og ætla þess vegna að fara að drífa í því að þrífa mig fyrir strákana í Franz.
Eitt enn samt. Ég skil ekki af hverju það er ekki búið að bjóða mér á þessa frumsýningu í kvöld. Það er ekki eins og ég hafi ekki farið í sleik við leikstjórann, spilað við hann kappakstursleik (lesist kappaksturs-leik ekki kappakstur-sleik) í playstation, er að fara að leigja hjá systur hans og hef ávallt kallað pabba hans einn af uppáhaldskennurunum mínum í Mh. Hversu mikil tengsl þarf maður eiginlega að hafa við fólk til að vera boðið í partý. Ekki það að ég myndi nú ekkert mæta.
Svo benti frakkinn mér á helstu orð sem notuð eru yfir gripinn á frönsku, spurning hvort að hægt sé að notast við eitthvað af þessum: quequette, popol, tobe, bite, chybre, bracmard, zob og genereux. Ég er sérstaklega hrifin af síðastnefnda orðinu sem þýðir auðvitað bara ríflegur eða örlátur. Var líka að spá hvort verið gæti að tengsl væru milli íslenska orðsins og franska orðsins tobe, mér finnst það trúlegt.
Já þetta er athyglisverð umræða, ég veit það. Annars er ég bara hress sko, tónleikar í kvöld og helgi og svona. Ég lykta samt svolítið eins og hamborgarabúlla með leyfi til að selja áfengi og ætla þess vegna að fara að drífa í því að þrífa mig fyrir strákana í Franz.
Eitt enn samt. Ég skil ekki af hverju það er ekki búið að bjóða mér á þessa frumsýningu í kvöld. Það er ekki eins og ég hafi ekki farið í sleik við leikstjórann, spilað við hann kappakstursleik (lesist kappaksturs-leik ekki kappakstur-sleik) í playstation, er að fara að leigja hjá systur hans og hef ávallt kallað pabba hans einn af uppáhaldskennurunum mínum í Mh. Hversu mikil tengsl þarf maður eiginlega að hafa við fólk til að vera boðið í partý. Ekki það að ég myndi nú ekkert mæta.
Thursday, September 01, 2005
Hressandi
Þetta er afar hressandi. Hægt að hlusta á fullt af lögum af nýja disknum hennar. Auðvitað mæli ég samt með því að fólk rölti bara út í búð og kaupi gripinn, hann er afar eigulegur. Svíinn minn tók líka þátt í að hanna koverið, hún er flink.
http://www.leoncie-music.com/
Mæli með því að þið kíkið á þetta:
http://www.geocities.com/asianprince_213/
í framhaldi af indversku prinsessunni okkar. Verst að hún er harðgift honum Viktori sínum. Mig langar samt í prins, spurning með þennan.
http://www.leoncie-music.com/
Mæli með því að þið kíkið á þetta:
http://www.geocities.com/asianprince_213/
í framhaldi af indversku prinsessunni okkar. Verst að hún er harðgift honum Viktori sínum. Mig langar samt í prins, spurning með þennan.
Subscribe to:
Posts (Atom)