Thursday, December 29, 2011

Fallegar og klárar konur

Verkfræðingurinn, þýðandinn, eðlisfræðingurinn, hagfræðingurinn og sálfræðingurinn sátu saman milli jóla og nýárs, sötruðu öl og spjölluðu. Ræddu heima og geima. Lífið í Pakistan, Norður Kóreu, Kína og karlmenn. Ísraelsmenn, enskukennslu og fylgdarþjónustu. Ást og friður, hjarta, hjarta, hjarta.

Saturday, November 19, 2011

Sá sólina

Ég dró gluggatjöldin fyrir áðan af því að sólin skein svo í augun á mér þegar ég „las“ blaðið. Lét hana fara í taugarnar á mér. Hún var farin 2 mínútum seinna og nú er ég hrædd um að sjá hana aldrei aftur. Ó nei. Lífið!