Thursday, September 30, 2010
Thursday, September 16, 2010
Bara pæling sko
Thursday, September 09, 2010
Knocking on heavens door
Mig langaði ekki að byrja með Axl Rose þegar ég var 15 ára. Mig langaði að vera Axl Rose. Þess vegna gekk ég um í ermalausum bol og rifnum gallabuxum með tóbaksklút um hárið og skyrtuna um mig miðja. Ég eyddi heilu kvöldunum við að slamma með strákunum á heimavistinni og mæmaði mjaðmahreyfingar Axl fullkomlega. Ég og nokkrir strákar í bekknum tróðum meira að segja upp ein litlu jólin og mæmuðum nokkur vel valin Guns n Roses lög. Næstu jól hafði tónlistarsmekkur minn þróast mikið og ég tróð upp sem Bubbi með Egó.
Tuesday, September 07, 2010
Friday, September 03, 2010
Meira um stráka og skó
Ég ætla að byrja að blogga aftur. Ég var að byrja í Háskóla Íslands og þarf að hafa eitthvað til að afvegaleiða mig frá námsefninu. Skrifa um skó og stráka á milli þess sem ég les um mælingar og mat sálfræðinga. Ég var einmitt að koma frá París þar sem ég spáði mikið í strákum og skóm. Komst yfir einn og tvö pör.
Subscribe to:
Posts (Atom)