Nei andskotinn hafi það nú detta mér allar dauðar lýs úr höfði það eru aldeilis breyttir tímar. Ég átti rétt í þessu í samræðum við albanska stúlku búsetta í Stavanger í Noregi. Og mér finnst það bara svona líka sniðug hugmynd allt í einu að flytja til Noregs! Noregs, Gunnhildur, Noregs! Ef einhver hefði logið því að mér að mér ætti eftir að finnast Noregur sniðugt land til að búa í fyrir nokkrum árum síðan hefði ég skotið í mig þremur tekíla staupum, sprautað mig með heróíni og tekið fyrstu vél til New York eða Tokyo. Noregs! Stavanger! Ég hef aldeilis elst og þroskast og látið kreppuna hafa áhrif á mig. Núna finnst mér bara rosa sniðugt að flytja til Stavanger af því að þar er næga vinnu að fá og þar er svona kósí og fallegt. Ég gæti lært norsku á nótæm og sæi næstum því yfir til Íslands. Farið í fjallgöngur og dottið bara í það um helgar með norsurunum í staðinn fyrir dagdrykkjubjórsullið hérna niðri. Frændur vorir Norðmenn. Einu sinni fannst mér ekkert hallærislegra en Noregur og Norðmenn. Svo hræðilega púkó og sveitó og bara eitthvað. En jú jú konur eldast og breytast og brjóta odd af oflæti sínu. Það gengur svo. Ég ætla að fá mér ouzo til að melta og meta hina nýju mig.
Aaaah! gott. Ég er ágæt.
Það spáir rigningu í Amsterdam næstu dagana. Sem mér finnst gott. Því ég er að vinna á kaffihúsinu og þá er minna að gera. Nú vinn ég og vinn fyrir evrunum. Sörvera svöngum ferðalöngum salöt og samlokur í tugatali. Ber út ástarbréf, póstkort, tímarit og rukkanir. Pirra mig á vondum póstlúgum. Blóta íbúunum. En hlusta svo bara á eitthvað hresst með bítlunum og labba áfram. En svo fer ég til Íslands. Og ætli ég sé ekki bara komin í sumarfrí. Það er þó aldrei að vita.
Friday, July 17, 2009
Friday, July 10, 2009
Bónuskleinur og Bragakaffi
Ég kem heim 22. júlí og verð í tvær vikur. Ég verð eitthvað takmarkað í Reykjavík en langar að hitta sem flesta. Einhverntíman hefði ég nú bara haldið gott partý. Keypt nóg af búsi í fríhöfninni og haldið uppi stuðinu með ´ 80 diskó og dollý. Nú eru breyttir tímar og vinirnir næstum allir orðnir kellingar og kallar með krakka og ketti og á bíl og vesen. Ætli maður kaupi ekki bara bónuskleinur og bjóði liðinu í Bragakaffi. Knúsi afkvæmin, dragi upp prjónana og ræði kreppuna. Fari svo ein á djammið með unglingunum drekki mig fulla og segist vera 23. Dragi ungan dreng ljósan yfirlitum á tálar, heilli hann með hetjusögum frá útlöndum.
Annars er planið að eyða mestum tíma á Íslandinu góða í faðmi fjalla og fjölskyldu. Ég hlakka svo til.
Annars er planið að eyða mestum tíma á Íslandinu góða í faðmi fjalla og fjölskyldu. Ég hlakka svo til.
Thursday, July 02, 2009
Sumarið er tíminn jeh jeh
Ég hef það á tilfinningunni að þessir þrír sem lesa hér að staðaldri séu flúnir á fjöll. Eru trúlega gúffandi í sig grilluðu lambakjeti á palli og þambandi bjór í heita pottinum. Netsambandslausir og ekkert í vinnunni að lesa blogg. Jafnvel einhverjir sem húka göngulúnir í tjaldi. Jessúss hvað ég væri til í að vera göngulúin í tjaldi. En nei nei ég er göngulúin í húsi mínu í útlöndum. Var einungis þrjá og hálfan tíma með póstinn í dag. En það tekur á að bera út póst í hitanum. Ójá. En það er gaman. Ég er svaka sátt við þetta starf. Ég væri alveg til í að vinna við að bera út póst í fleiri stórborgum. Kannski ég ráði mig í póstútburð í Þórshöfn og láti drauminn um að læra færeysku rætast. Fari á færeyskunámskeið. Samt, kannski ekkert gaman að bera út póst í rigningunni og þokunni í Færeyjum. Ég bíð ekki í að bera út póst í Reyjavík city. Það hlýtur að vera erfitt starf. En já það er mikið og gott stuð í Amsterdam þessa dagana. Sumarið er skollið á með sól og hita. Bjórdrykkju og grillveseni. Það er ekkert leiðinlegt að vera til þessa dagana. Ég kynnti mastersverkefnið mitt á mánudaginn. Það gekk vel. Ég gerði grín að sjálfri mér og verkefninu og fólki fannst held ég bara svolítið gaman að þessari tölu minni. Ég drakk að sjálfsögðu bjór til að fagna afrekinu. Á þriðjudaginn bar ég út póst og fór svo að sigla um sýkin með vinum. Mikið svakalega var það gaman. Sigla bara um með vín og mat og góðan félagsskap. Algjör draumur. Í gær bar ég út póst og fór svo í garðinn að grilla til að kveðja grísku vinkonuna. Drakk rósavín og það var gaman. Í dag bar ég út póst og fór svo í sund, drakk bjór og borðaði osta á svölunum. Á morgun ætla ég á ströndina ef spáin um rigningu rætist ekki. Annars ætla ég að vinna í research proposal. Um helgina ætla ég að vinna á kaffihúsinu. Ég fer í tveggja vikna frí til Íslands eftir 20 daga. Það er nóg að gera og það er gaman.
Subscribe to:
Posts (Atom)