Ég er að pæla í mjög töff hlutum þessa dagana enda er ég mjög töff típa og töff típur spá í töff hlutum, það gefur auga leið.
Í fyrsta lagi er það blessaður fjörfiskurinn sem bara spriklar og spriklar. Ég skil bara ekkert í þessu og er satt að segja orðin nokkuð pirruð á þessum þorski. Spriklið er að vísu búið að vera í sögulegu lágmarki í dag. Ég held að ástæða þess sé að ég skvetti vel í mig í gærkveldi og kleif svo Esjuna í dag. Bæði sérlega hressandi athafnir með ótvíræðan lækningamátt. Nú er bara að vona að ég hafi náð að deyfa fjörið í þessari helvítis bleikju fyrir fullt og allt.
Í öðru lagi er ég mikið að pæla í að fara í sólarlandaferð með mömmu minni í sumar. Það er töff. Kíkja með kellu til Mæjorka eða Kanarí. Fá sér konjak með morgunkaffinu, sötra una clara á sundlaugarbarnum og ræða um gamla daga. Mamma mín er nú eðalfélagsskapur og ekkert nema tilhlökkunarefni að eyða smá frítíma með henni ef af verður.
Í þriðja lagi er það auðvitað þrítugsafmælið mitt sem ég er að pæla í. Það er eftir 11 mánuði og orðið löngu tímabært að fara að planleggja það. Ansi margt sem þarf að huga að þegar skipuleggja á teiti teitanna.
1. Ákveða dagsetningu (tsjékk laugardagur 7.apríl 2007)
2. Brugga rauðvínið fyrir sangríuna
3. Safna hári
4. Kynnast einhverjum kúl hljómsveitargaurum sem myndu svo gera vinkonu sinni greiða og spila í afmælinu hennar. Strákunum í Sálinni kannski, Helga Bjöss eða Bubba já eða bara Ragga Bjarna. Þetta er ærið verkefni
5. Finna hið fullkomna húsnæði
6. Fá uppskriftina að innbökuðu ólífunum hjá Brynju og gera u.þ.b. 4 tonn af því góðgæti
7. Fá hugmyndir að fleiri stórkostlegum partýréttum, prófa þá og smakka til
8. Finna rétta partýdressið
9. Sjá til þess að þessir blessuðu vinir mínir sem eru bóhem, menntamenn og ónytjungar upp til hópa verði á landinu og ekki ólettir þennan umrædda dag
10. Safna freknum
Já það er að mörgu að hyggja og 11 mánuðir eru ekki svo langur tími þegar maður spáir í því vegna þess að: Tíminn líður hratt á gervihnattaöld, time flies when youre having fun, vhem can segla för utan vind, vhem can ro utan ora, gleði gleði gleði gleði líf mitt er, working nine to five, what a way to make a living, cause IIIII will always love you! og svo framvegis.
Jæja Mr. Allen er í imbanum og það lætur maður nú ekki fram hjá sér fara.
Já og hér eru myndir af öðru áhættuatriði úr húsdýragarðinum
Sunday, April 30, 2006
Monday, April 24, 2006
Fjörfiskur
Ég er búin að vera með fjörfisk í auganu í þrjár vikur. Það er ekki gott. Svolítið fyndið samt. Las á doktor punktur is að trúlega stafaði fjörfiskur af þreytu og streitu. Jamm jamm, annars hafa hip-hop meiðslin bara ekkert látið á sér kræla lengi.
Tuesday, April 18, 2006
Tilgangur tilverunnar fundinn
Ég fann tilganginn aftur. Hann var ekki í tískublöðunum sem ég skoðaði og ekki var hann heldur svínið í húsdýragarðinum. Eftir að hafa farið yfir nærfataskúffuna mína komst ég að því að ég á bara allt of fá samstæð sett til þess að tilgangurinn geti verið að vera alltaf í samstæðum nærfötum. Nei tilganginn fann ég á rölti mínu um miðborgina. Ég komst að því að tilgangur tilveru minnar er að standa alltaf á brúninni. Taka sífellt áhættu og ögra sjálfri mér og lífinu sjálfu. Horfast í augu við óvininn, blikka hann jafnvel og daðra smá. Snúa svo baki í hann, brosa út að eyrum og hrósa happi yfir að vera enn á lífi. Ég upplifði þetta í dag og læt hér fylgja myndir. Ég tók líka mjög æsilegt video en ég kann ekki að setja það hér inn. Ég get sent áhugasömum það í tölvupósti.
the enemy
facing the enemy
on the edge1
on the edge2
the enemy
facing the enemy
on the edge1
on the edge2
Tyndur tilgangur
Ég virðist hafa týnt tilgangi lífsins í nótt! Hann var hérna þegar ég fór að sofa í gærkveldi en nú bara finn ég hann hvergi. Ég finn hérna dót sem að ég hef spáð í hvort að sé nokkuð hann. Til dæmis að ganga í samstæðum nærfötum, að hlusta á Serge Gainsbourg og Jane Birkin, að hafa fínt heima hjá mér og lesa tískublöð. En þetta er varla málið. Ég mun halda áfram að leita hérna í draslinu hjá mér. Ef hann hefur þvælst eitthvað út fyrir líkama minn og þið rekist á hann bið ég ykkur vinsamlegast um að skila honum strax hingað til La bombe sexuelle. Þangað til reyni ég að druslast í gegnum daginn. Fer í samstæð nærföt og kíki kannski í nýjasta vogue.
Gainsbourg og Birkin
Gainsbourg og Birkin
Monday, April 17, 2006
Saturday, April 15, 2006
Wednesday, April 12, 2006
Dyrin i husdyragarðinum eru lika vinir minir
Tuesday, April 11, 2006
Karate eða kraftlyftingar
Ég hef nú komist að því að til þess að geta verið ein af strákunum í vinnunni þarf ég að fara að æfa karate eða kraftlyftingar. Af tveimur mjög spennandi kostum tel ég að kraftlyftingar séu mun vænlegri kostur fyrir mig. Bara meira ég, einhvernveginn. Meira La bombe sexuelle. Strákarnir segja líka að ég eigi góðan sjéns í bransanum þar sem ég er svo sterk! Ég er jafnvel að spá í að taka þátt í íslandsmeistaramótinu núna eftir tvær vikur. Ekki láta ykkur bregða ef þið sjáið mig hampa titlinum eftir tvær. Nýjasta bling blingið mitt verður kannski bara gullslegin kraftlyftingamedalía, töff.
Monday, April 10, 2006
Thursday, April 06, 2006
Þakkir
Ég þakka innilega kærar kveðjur og hlýhug sem mér var sýndur á afmælisdaginn. Ég lýsi þó yfir vonbrigðum með að hafa ekki fengið neinar afmælisgjafir af óskalistanum og engin blóm eða kransa. Ekkert hefur heldur bæst inn á bankareikninginn minn. Skil eiginlega ekki alveg hvernig stendur á þessu. Held að ástæðan hljóti að vera að fólk sé að leggja fyrir til að geta gefið mér stórkostlega þrítugsafmælisgjöf!!! hef heyrt það útundan mér að nýr jeppi sé málið.
Annars hafði ég það stórgott á afmælinu og fagnaði því í marga daga með góðum mat og víni, dekri, fögrum listum og góðum félagsskap. Vantaði bara stripparann.
Takk, takk, takk mínir kæru vinir og fjölskylda, Lov-ya-all!
Annars hafði ég það stórgott á afmælinu og fagnaði því í marga daga með góðum mat og víni, dekri, fögrum listum og góðum félagsskap. Vantaði bara stripparann.
Takk, takk, takk mínir kæru vinir og fjölskylda, Lov-ya-all!
Sunday, April 02, 2006
Ammælis
Jeih ég á afmæli í dag. Tuttugu og níu ára.
Hef tuttugu og átta sinnum áður átt afmæli. Það eru allnokkur afmæli til að fagna. Fyrstu árin var nú reyndar að mig minnir frekar lítið um hátíðarhöld, Þegar ég kom í heiminn hafði móðir mín haldið u.þ.b. 40 barnaafmæli. Alltaf að fagna fæðingu enn einnar stelpunnar. Jeih, 40 sinnum! Held að mesti spenningurinn hafi verið búinn þegar kom að því að fagna minni fæðingu. Æhj, æhj, æhj aumingja Gunnhildur litla, bara með hundunum og köttunum í fjósinu á afmælinu sínu. Nei, nei, hún móðir mín bakaði nú yfirleitt eins og eina ræskrispísköku og smurði mæjónesi á rúllubrauð og bauð Jennu og Bjarna (krökkunum á hinum bænum) og systrum mínum í kaffi. Keypti svo kannski handa mér Andrésblað eða nýtt strokleður.
Já það er gaman að eiga afmæli :)
27 ára afmælinu fagnaði ég í Kína. Það var gaman. Þessar myndir voru teknar þá.
28 ára afmælinu fagnaði ég svo með villtu teiti á Laugaveginum. Það var gott partý. Sænskur DJ, sofandi poppstjarna í sófanum, fullt af fullu fólki og kippa af hálfnöktum æskulýðsstarfsmönnum í trylltum dansi í stofunni. Já ég segi það enn og aftur þetta var gott partý. Einnota bónusmyndavélin sem fangaði þetta teiti hefur enn ekki skilað sér í mínar hendur. Hef grun um að einhver óprúttinn aðili hafi myndirnar í sinni vörslu og hyggist nota þær í óheiðarlegum tilgangi seinna meir.
29 ára afmælinu ætla ég að fagna með því að fara í facial og lunch, láta svo bjóða mér í leikhús á morgun. Mjög svo fullorðins. Ekkert rugl.
Annars eru blóm og kransar vel þegnir og þeim sem vilja leggja góðu málefni lið er bent á að leggja ríflega fjárhæð inn á reikning í mínu nafni í KB banka.
Hér er svo afmælisgjafaóskalisti:
ipod
gönguskór
silkisloppur
bíll eða græna kortið (er reyndar nýbúin að kaupa þannig að...kannski bara gjafabréf hjá SVR)
ferð til NYC og/eða Mexíkó, Berlínar, Kúbu, Thailands, Tyrklands
kærasti og/eða kettlingur
gsm sími
Marc Jacobs skór
Lifið heil og njótið dagsins
Hef tuttugu og átta sinnum áður átt afmæli. Það eru allnokkur afmæli til að fagna. Fyrstu árin var nú reyndar að mig minnir frekar lítið um hátíðarhöld, Þegar ég kom í heiminn hafði móðir mín haldið u.þ.b. 40 barnaafmæli. Alltaf að fagna fæðingu enn einnar stelpunnar. Jeih, 40 sinnum! Held að mesti spenningurinn hafi verið búinn þegar kom að því að fagna minni fæðingu. Æhj, æhj, æhj aumingja Gunnhildur litla, bara með hundunum og köttunum í fjósinu á afmælinu sínu. Nei, nei, hún móðir mín bakaði nú yfirleitt eins og eina ræskrispísköku og smurði mæjónesi á rúllubrauð og bauð Jennu og Bjarna (krökkunum á hinum bænum) og systrum mínum í kaffi. Keypti svo kannski handa mér Andrésblað eða nýtt strokleður.
Já það er gaman að eiga afmæli :)
27 ára afmælinu fagnaði ég í Kína. Það var gaman. Þessar myndir voru teknar þá.
28 ára afmælinu fagnaði ég svo með villtu teiti á Laugaveginum. Það var gott partý. Sænskur DJ, sofandi poppstjarna í sófanum, fullt af fullu fólki og kippa af hálfnöktum æskulýðsstarfsmönnum í trylltum dansi í stofunni. Já ég segi það enn og aftur þetta var gott partý. Einnota bónusmyndavélin sem fangaði þetta teiti hefur enn ekki skilað sér í mínar hendur. Hef grun um að einhver óprúttinn aðili hafi myndirnar í sinni vörslu og hyggist nota þær í óheiðarlegum tilgangi seinna meir.
29 ára afmælinu ætla ég að fagna með því að fara í facial og lunch, láta svo bjóða mér í leikhús á morgun. Mjög svo fullorðins. Ekkert rugl.
Annars eru blóm og kransar vel þegnir og þeim sem vilja leggja góðu málefni lið er bent á að leggja ríflega fjárhæð inn á reikning í mínu nafni í KB banka.
Hér er svo afmælisgjafaóskalisti:
ipod
gönguskór
silkisloppur
bíll eða græna kortið (er reyndar nýbúin að kaupa þannig að...kannski bara gjafabréf hjá SVR)
ferð til NYC og/eða Mexíkó, Berlínar, Kúbu, Thailands, Tyrklands
kærasti og/eða kettlingur
gsm sími
Marc Jacobs skór
Lifið heil og njótið dagsins
Subscribe to:
Posts (Atom)